Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 9
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 É g var bara að prófa að sjá hvort vefsíðan okkar kæmi upp á net- inu og rak þá augun í að lagið væri í þriðja sæti yfir mest seldu lögin á iTunes á Kýpur,“ segir listakonan Semeli og skellir upp úr. Dúettinn Santa Semeli and the Monks var stofnaður í fyrra í London þegar Semeli og Haraldur voru leidd saman af sameiginlegum vini því þau langaði bæði til að prófa sig áfram í tón- list. Ljóðræn orka Smáskífa dúettsins með laginu Arrividerci Bob kom einungis út fyrir þremur vikum en upphaf vinsældanna á Kýpur má e.t.v skýra með því að föðurfjölskylda föðurfjölskylda Semeli er þaðan og sjálf lauk hún grunn- skólanámi þar þótt hún hafi fyrstu árin alist upp í München í þýskalandi. Haraldur er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Þau lærðu við The Academy of the Science of Acting and Directing (ASAD) í London þótt þau hafi ekki verið samtíða; Semeli lærði leiklist og leikstjórn en Haraldur er leikaramenntaður. Þau kynntust fyrst þegar Semeli réð Harald í hlutverk í stuttmynd en það var svo mörgum mánuðum síðar að þau hittust á ný, gagngert til að búa til tónlist. „Ég átti svo mikið af ljóðum og textum og langaði í fyrstu til að setja upp einhvers kon- ar sýningu,“ segir Semeli og Haraldur tekur við: „Það hafði alltaf blundað í mér að vinna við tónlist svo að ég var alveg til í að prófa þetta og við bara smullum saman um leið. Við eigum nóg efni fyrir fjórar plötur og mest af því sömdum við fyrstu tvo mán- uðina.“ Semeli lýsir þessu sem „skapandi ást við fyrstu sýn“, þau eru jú hvort frá sinni eyjunni og fundu strax einhvern samhljóm. „Ég held að ef það er eitthvað sem tengir okkur sé það svipuð tilfinning fyrir ljóðlist, en ég veit ekki hvort það sprettur af því að við erum bæði eyjarskeggjar,“ segir Semeli og yppir öxlum. „Það er án efa einhver orka þarna, ljóðræn orka sem myndast þegar Miðjarðaráhrifin mæta kalda loftinu frá Ís- landi. Þá verður einhver sprenging,“ bætir Haraldur við. „Þú finnur varla ólíkara fólk í útliti!“ segir Semeli og hlær. „Við erum samt mjög lík en tjáum okkur á mismunandi hátt.“ Tónlist með móðurmjólkinni Arrivederci Bob er hresst danslag með tor- ræðum en skondnum texta og minnir á köfl- um á grúv áttunda áratugarins. Smáskífan er sjálfstæð tilraunaafurð en ekki hluti af plöt- unni sem er væntanleg í lok sumars. „Okkur langaði bara að gera danstónlist og fengum þannig pródúsent í lið með okkur. Við eigum fleiri danslög svo það getur vel verið að þau eigi eftir að heyrast líka, hvort sem þau enda á plötu eða ekki,“ segir Semeli. Haraldur leikur á gítar og syngur bakraddir, Semeli syngur og semur textana en saman semja þau tónlistina. Spurð hvers konar tónlist dú- ettinn spili hefja þau bæði að telja upp nær allar tónlistarstefnur undir sólinni; þau sæki áhrifin víða að og leyfi sköpunargleðinni að ráða ferðinni. „Við höfum svo rosalega fjöl- breyttan tónlistarsmekk,“ útskýrir Haraldur og bendir á að þau hafi bæði lært á hljóðfæri sem börn og hafi nokkuð klassískan bak- grunn; foreldrar hans sungu í óperukór og faðir Semeli, Nicolas heitinn Economou, var þekktur einleikari á píanó og tónskáld. „Hann spilaði einmitt einu sinni á Íslandi og varð heillaður af landinu og þótti mjög mikið til þess koma hvað svona lítil þjóð væri menningarlega sinnuð,“ bætir Semeli við. „Hann langaði til að sjá Kýpur þróast í menningarkjarna á svipaðan hátt. Það er þess vegna svolítið skemmtilegt að ég skuli vera farin að vinna með Íslendingi.“ Pönk, ballöður og þjóðlög Ástæða þess að tónlistin er svona fjölbreytt er ekki síður sú að Semeli og Haraldur leggja áherslu á að segja sögur. „Tónlistin breytist eftir túlkuninni; eitt laganna heitir til dæmis Schizophrenic Assholes og þótt við hefðum getað látið það vera í ballöðustíl hentaði pönk betur til að segja söguna,“ út- skýrir Semeli. „Frásögnin er kjarninn í tón- listinni okkar.“ Fjölbreytnin kemur ekki síð- ur til vegna þess að Semeli og Haraldur fengu ýmsa tónlistarmenn í London til að leggja hönd á plóg við upptökurnar og gáfu þeim lausan tauminn til að fá innlegg þeirra í sköpunarferlið. Santa Semeli and the Monks hefur haldið 15 tónleika í Bretlandi frá ára- mótum en er nú á kynningarferðalagi í Bandaríkjunum og vonast til að geta líka spilað eitthvað þar, en í síðustu heimsókn til New York fengu þau óvænt að troða upp á klúbbi á Manhattan, tvö ein og órafmögnuð. „Við erum líka með áætlanir um fleira en bara að spila tónlist á næstunni; við viljum taka upp okkar eigin myndbönd og þess háttar,“ segir Haraldur og Semeli skýtur því inn að þau verði að fara til Íslands bráðum til að taka upp myndband við eitt laganna á plötunni, lag í þjóðlagastíl. Og að sjálfsögðu hafa þau í hyggju að troða upp í leiðinni en nú lítur sem sagt út fyrir að þau verði einnig að bæta Kýpur á listann. Santa Semeli and the Monks hefur spilað á klúbbum víða um Lundúnaborg að undanförnu en dúett- inn er skipaður þeim Haraldi Ágústssyni og Semeli Economou sem rekur uppruna sinn til Kýpur. HÁLFÍSLENSKUR DÚETT Á ÞRIÐJA VINSÆLASTA LAGIÐ Á ITUNES Á KÝPUR Tónlistin segir sögur MARGT BENDIR TIL ÞESS AÐ SUMARSMELLURINN Á KÝPUR Í ÁR VERÐI LAGIÐ ARRIVEDERCI BOB MEÐ SANTA SEMELI AND THE MONKS, HÁLFÍSLENSKUM DÚETT SEM SKIPAÐUR ER HARALDI ÁGÚSTS- SYNI OG SEMELI ECONOMOU. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com * „Ég held að ef þaðer eitthvað sem teng-ir okkur sé það svipuð til- finning fyrir ljóðlist, en ég veit ekki hvort það sprett- ur af því að við erum bæði eyjarskeggjar.“ Draumur þeirra Haralds og Semeli er að spila tónlist bæði á Íslandi og á Kýpur á næstunni. Sumarkaffið 2014 Afríkusól valið besta kaffið* Afríkusól skarar fram úr í gæðum og fékk lang hæstu einkunn kaffitegunda á íslenskum matvörumarkaði. Ummæli úr smökkuninni: „Yes! Nammi namm.“ „Loksins komin góður kaffibolli. Það er karakter í kaffinu.“ „Karamellulitur, ekki bara svart. Það er mjúkt og gott.“ kaffitar.is *skv blindri bragðsmökkun í DV 8.7.2014 kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁNKRÓKALEIÐA kaf fit áR ÁN KR ÓK AL EI ÐA ka ff itá r ÁN KRÓ KAL EIÐA besta kaffið*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.