Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 10
*Hljóp í Akureyrarhlaupinu og kom rúmumfjórum mínútum á undan Kára Steini í mark.Geir Kristinsson Aðalsteinsson, fv. forseti bæjarstjórnar Akureyrar á
Facebook. Hann fór 5 km en Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson 10 km!
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
UM ALLT LAND
HORN
Vegag
rhef
1
t
HAUKADALUR
Sex frönsk ungmenni eru
komin til Þingeyrar til tveg
vikna dvalar til að taka þá
í verkefni um endurreisn
franska grafreitsins í
Haukadal. Frá þessu er gr
vef Bæjarins besta. Ungme
eru á aldrinum 18-25 ára
og vonast þeir sem standa
að komu þeirra til þess að
heimamenn á svipuðum a
taki þátt í verkefninu. Von r
til að svipuð ferð til Frakk
standi þeim til boða.
SKÁLHOLT
Efnt verður til pílagrímagö
og endað á Skálholtshátíð
Rifjuð verður upp saga Da og
Ragnheiðar Brynjólfsdóttu i
er það sr. Halldór Reyniss
Hruna sem leiðir gönguna
í Stóra-Núpskirkju föstud
spölur dagana þrjá og víða
lýkur í Skálholti og tekið þ
FLJÓTSDALUR
Kanadísk-íslenski ljósmyndarinn
Arni Haraldsson hefur opnað
ljósm
á Skriðuklaustri í Fljó
ber heitið Litbrigð
henni eru 12 ljós
Lagarfljóti árið 2001
Myndirnar eru tekna
ekki síst á björtum s
nýja sýn á Fljótið. Í tilkyn
hafi heillast af áhrifum mismuna
miðnætursólarinnar. Sýningin stend
J JEY AF ARÐARSVEIT
Fimmtíu og sex
sóttu um starf
sveitarstjóra í
Eyjafjarðarsveit,
44 karlar og
12 konur. „Þessi mikli fjöldi umsókna
kom ánægjulega á óvart en staðfestir
að í Eyjafjarðarsveit er eftirsóknarvert
að búa og starfa,“ segir á heimasíðu
sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rann
út á mánudaginn var og verður listi
með nöfnum umsækjenda birtur strax
eftir helgi.
Þ
egar ég var til sjós fyrir
nokkrum misserum las
ég léttmelta krimma og
fannst það góð af-
þreying. Í landi hef ég
aftur legið í Þrautgóðum á rauna-
stund, bókum sem eru heill hilluf-
aðmur af sjóslysum. En kannski
ætti ég að snúa þessu við; lesa
glæpasögur á þurru landi en um
sjóslys þegar komið er út á græn-
an sjó,“ segir Eyþór Jóvinsson,
bóksali á Flateyri.
Ættarsilfur í eina öld
Það var í síðasta mánuði sem Ey-
þór opnaði Bókabúðina á Flateyri,
en hún er eins konar ættarsilfur í
fjölskyldu hans. Fólk utan hennar
hefur reyndar haft verslunar-
reksturinn með höndum síðustu ár-
in en nú er starfsemin aftur komin
í réttar hendur ef svo má segja.
Sögu þessa má rekja aftur um
tæplega eina öld, allt aftur til árs-
ins 1915. Þá opnaði Jens Eyjólfs-
son búðina og árið eftir kom Jón,
bróðir Jens og langafi Eyþórs, að
rekstrinum.
Það var svo árið 1918 sem búðin
fékk hið formlega nafn Verslun
Bræðurnir Eyjólfsson, eins og
stendur á skilti yfir útidyrunum.
„Langafi og bræður hans tveir,
Kristinn og Jens, stóðu saman að
þessu fyrirtæki og lengi framan af
var þessi verslun altæk þjónustu-
stofnun í byggðarlaginu. Hér
fékkst allt milli himins og jarðar,
þótt bóksalan tæki annað yfir á
seinni stigum. Langafi lést 1950 og
þá tók langamma mín, Guðrún
Arnbjarnardóttir, við. Svona hefur
þetta nú rúllað frá einni kynslóð til
annarrar og sjálfur segist ég upp-
alinn hér,“ segir Eyþór.
Þrátt fyrir að Flateyri sé lítið og
fámennt þorp ber staðurinn á
margan hátt svip fjölmennra bæja,
sem vitnar um að eitt sinn var
þorp þetta á sinn hátt stórveldi.
Sem götunafn er Hafnarstræti
sannarlega nokkuð stórt orð, borið
saman við til dæmis Reykjavík, og
bókabúðin er í húsi númer 3. Og
þegar inn er komið stendur Eyþór,
klæddur í fínu fötin, við skenkinn.
Leiðbeinir fólki sem kannar úrvalið
í bókahillunum þar sem kennir ým-
issa grasa. Og bækurnar eru seld-
ar eftir vigt; kílóið kostar 1.000 kr.
og sé vel valið fæst talsvert fyrir
peninginn. „Það má lýsa þessu
bókasafni með ýmsum orðum – og
við getum til dæmis sagt að hér
séu metsölubækur jólanna langt
aftur í tímann,“ segir Eyþór og
heldur áfram:
„Annars er merkilegt hvað
karlabækur eru áberandi, til dæm-
is ævisögur stjórnmálamanna. Þá
er hér líka safnið komplett af Betri
helmingnum; bókum sem komu út
fyrir um 20 árum þar sem konur
karla sem þá voru áberandi sögðu
af sér, sínu og eiginmanninum.
Eitthvað segir mér að svona bækur
væru aldrei gefnar út í dag, svo
mikið hafa sjónarmið um jafnrétti
kynjanna breyst. Og svo er hér
líka, eins og þú sérð, skáldsagna-
dót, þýddar bækur, margs konar
fróðleikur og innansveitarbækur og
Andrésblöð alveg í bunkum,“ segir
Eyþór, sem kveðst njóta sín vel í
hlutverki bóksalans. Hann stefndi
þó á aðrar brautir, en margvíslegra
aðstæðna vegna féllu vötnin vestur.
„Já, ég var kominn suður og var í
blússandi góðæri byrjaður að læra
arkitektúrinn í Listaháskóla Ís-
lands. Þá gilti að byggja glæsihýsi
og byggingarefnin voru gjarnan
gler og stál. Svo hrundi allt og inn-
takið í náminu breyttist. Kennar-
arnir fóru í ríkari mæli að fjalla
um hvernig hanna skyldi hús
byggð úr vistvænum og endurvinn-
anlegum efnum eins og timbri og
torfi,“ segir Eyþór, sem kaus að
gera hlé á námi sínu þegar BA-
gráðan var í höfn.
Að skapa sér vinnu
„Kannski er bóksalan ekki svo ólík
arkitektúrnum; hér renna út gaml-
ar bækur og á sinn hátt er þetta
endurvinnsla. Svo snérist þetta líka
að hluta til um að skapa sér vinnu
á heimaslóðum,“ segir Eyþór, sem
til viðbótar við bóksöluna á Flat-
eyri rekur Vestfirsku búðina við
Aðalstræti á Ísafirði. Þar fást
minjagripir, bækur og fleira slíkt
tengt Vestfjörðum sem rennur út
eins og heitar lummur þegar ferða-
vertíðin er í hámarki.
FLATEYRI
Ævisögur og
Andrésblöð
HAFNARSTRÆTI ER STÓRT ORÐ EN SVO HEITIR
AÐALGATAN Á FLATEYRI. HUNDRAÐ ÁR OG FJÓRÐI
ÆTTLIÐURINN STENDUR NÚ VAKTINA Í BÓKABÚÐINNI.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Margra grasa kennir í bókabúðinni. Eyþór Jóasavinsson selur bækur og býður fólki brjóstsykur. Það er góð blanda.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjóðarfuglinn, rjúpa frá Guðmundi
frá Miðdal, er í öndvegi í búðinni.
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014