Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 15
* „Aldrei skilja matardiskinnþinn eftir undir fuglabúri.“Grettir 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 rafkaup.is Ármúla 24 • S: 585 2800 SÆNSK FRAMLEIÐSL A Sumarfríið er tilvalinn tími til að auka við bóklestur barna, ekki síst þegar sólin felur sig á bak við skýin. Gaman er að koma við á bókasafninu og velja sér bæk- ur, enda eru þær besti ferðafélaginn í sumarbústaðinn! Lesum bækur í sumar Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli í vikunni, en hann var af tilviljun staddur í Skeif- unni þegar þar kviknaði eldur síðustu helgi. Hann gekk vasklega fram og hjálpaði til við slökkvistörfin, þrátt fyrir að vera ekki í eldvarnargalla, heldur stuttbuxum. Stefán er kvænt- ur Sigrúnu Eiríksdóttur, spænsku- kennara og leiðsögumanni, og saman eiga þau þrjú börn, Kára 13 ára, Freyju 11 ára og Eirík 8 ára. Kári er mikill fót- boltamaður en er líka í handbolta, Freyja er í fimleikum og auk þess í fótbolta á sumrin en Eiríkur er í handbolta og fimleikum. Kristinn deilir venjum fjölskyldunnar með lesendum. Þátturinn sem allir geta horft á? Það er ekk- ert sem allir horfa saman á, nema Eurovisi- on kannski. Þá er alltaf partí hjá okkur! Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Kjúklingur er alltaf vinsæll, þótt við borðum töluvert af fiski, of mikið finnst sumum á heimilinu! Svo er grjónagrautur alltaf vin- sæll hjá börnunum. Skemmtilegast að gera saman? Allir elska að fara í sumarbústað. Svo förum við mjög mikið í sund saman og hjólum líka töluvert. Borðið þið morgunmat saman? Já, langoft- ast, okkur finnst mikilvægt að allir borði morgunmatinn heima. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við spilum mikið, til dæmis Scrabble, horfum alltaf á fjöl- skyldumynd á föstudögum og svo er trampolínið í miklu uppáhaldi, enda hafa öll börnin verið í fimleikum. Hvað er á dagskrá í sumar hjá fjöl- skyldunni? Við erum á leiðinni í stór- fjölskylduferð til Tenerife og erum búin að hlakka til í allan vetur! Sumir þó fyrst og fremst til þess að fara í flugvél, aðrir til að fara í dýragarð og komast í hitann! Svo erum við að fara á UMFÍ- mót á Sauðárkróki í tjaldútilegu í ágúst, þar sem eldri börnin munu keppa í einhverjum íþróttagreinum. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Hlakka til að fara í flugvél Stefán Már ásamt börnum sínum. Innihald – fyllingin 340 g rabarbari, sneiddur 340 g epli, skræld og söxuð smátt 40 g rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) 60 g döðlur, saxaðar smátt ½ tsk. kanill ¼ tsk. múskat (e. nutmeg) Innihald – toppurinn (deigið) 40 g spelt 40 g byggmjöl 30 g kókosolía, mjúk (ekki fljótandi) 20 g heslihnetur, saxaðar smátt 50 g rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) 5 msk. appelsínusafi ½ tsk. kanill Byrjið á fyllingunni: Skolið rabarbarann og skerið í um 1,5 cm bita. Saxið döðlur og epli smátt. Setjið rabarbara, döðlur og epli í stóra skál. Bætið 40 g af hrá- sykri út í ásamt múskati og ½ tsk. af kanil. Hrærið allt vel saman og setj- ið til hliðar. Í annarri skál skuluð þið setja saman hráefnið fyrir toppinn: Mýkið fyrst kókosolíuna aðeins yfir volgu vatnsbaði, olían á að vera mjúk en ekki fljótandi. Bætið út í skálina spelti, bygg- mjöli, hrásykri og kanil. Hrærið vel. Bútið eða klípið kókosolíuna út í deigið og blandið vel saman þannig að úr verði svolítið kekkjótt blanda. Bætið appelsínusafa út í, skeið fyrir skeið, og hrærið í deiginu þannig að það verði enn kekkjóttara. Saxið heslihneturnar frekar smátt og blandið þeim út í deigið. Smyrjið 22 cm eldfast mót með smávegis af kókosolíu (setjið nokkra dropa af kókosolíu í eldhúspappír og strjúkið formið að innan). Hellið fyll- ingunni fyrst út í mótið. Athugið að fyllingin virkar mjög mikil en hún á eftir að síga aðeins þegar hún bak- ast. Hellið deiginu ofan á og passið að það dreifist jafnt yfir fyllinguna. Bakið við 190 °C í 35–40 mínútur eða þangað til eplin og rabarbarinn eru farin að sjóða og toppurinn orð- inn gullinn. Takið úr ofninum og lát- ið kólna í 10 mínútur. Berið bökuna fram volga með ís. Bakan geymist í ísskáp í nokkra daga og má hita hana upp í ofninum í um 15 mínútur við 180 °C. Þannig verður hún eins og nýbökuð. LEIÐRÉTT UPPSKRIFT FRÁ ÞVÍ Í SÍÐASTA BLAÐI Rabarbara- og eplabaka F erðafélag barnanna var stofnað árið 2009 að norskri fyrirmynd, en félagið er á vegum Ferðafélags Íslands. Aðalmarkmið félagsins er að hvetja til útiveru og samveru barna og foreldra í íslenskri náttúru, en fé- lagið skipuleggur ferðir fyrir börn og fjölskyldur þeirra nær allan árs- ins hring. Ferðirnar eru skipulagð- ar sérstaklega með börn í huga og henta því þörfum þeirra og getu. „Aðsókn í ferðirnar hjá okkur er góð en fer auðvitað einnig eftir veðri,“ segir Brynhildur Ólafs- dóttir, einn leiðsögumanna félags- ins. „Mest er aðsókn í styttri ferð- ir.“ Spurð hvaða aldurshópar sæki helst í ferðirnar svarar Brynhildur því til að bilið sé breitt. „Í lengri gönguferðum eru börnin yfirleitt eldri, en almennt er þetta allt frá kornabörnum sem hanga í burðar- pokum framan á foreldrunum og upp í unglinga.“ Þrjár ferðir eru á döfinni hjá félaginu það sem eftir er af júlí. Lagt verður af stað í fjölskyldu- göngu um Laugaveginn miðviku- daginn 16. júlí. Göngumenn þurfa hvorki að bera farangur né mat, heldur verður hann fluttur á milli skála. Eins og í öllum ferðum félagsins þegar gist er á leiðinni er áhersla lögð á skemmtilegar og huggulegar kvöldstundir. Sams konar gönguferð um Laugaveginn er á dagskrá fimmtudaginn 31. júlí. Þriðjudaginn 29. júlí verður síðan styttri ganga um hvera- svæðið í Klambragili. Göngumenn geta skellt sér í bað í heitum læk og að því loknu grillað sér pylsur og sykurpúða. Ekki amalegt það! Dagskráin er síst verri í ágúst, en meðal ágústferða má nefna Ævintýraferð um slóðir drauga og útilegumanna, sem farin verður um Kjalveg hinn forna, og Sveppaferð í Heiðmörk, þar sem sérfræðingar frá Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands munu leiðbeina stóru sem smáu sveppatínslufólki, enda eru ekki allir sveppir ætir. Forföllnum borgarbörnum má síðan benda á ferðina Leyndar- dómar Laugarnessins, sem farin verður 12. ágúst, en Laugarnesið er spennandi svæði sem oft vill gleymast þegar hugað er að útivist. Allar upplýsingar um félagið og ferðir þess má nálgast á heimasíðu þess, ferdafelagbarnanna.is. Þar má auk þess finna leiðbeinandi lista yfir nauðsynlegan útbúnað og mörg góð ráð varðandi útivist með börnum. FERÐAFÉLAG BARNANNA Gengið á fjöll og buslað í heitum læk Börn og fullorðnir skemmta sér vel með Ferðafélagi barnanna. Ferðirnar eru mislangar en allar fullar af ævintýrum fyrir stóra sem smáa ferðalanga. FERÐAFÉLAG BARNANNA BÝÐUR Í SUMAR UPP Á MARGAR SKEMMTILEGAR FERÐIR FYRIR BÖRN. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.