Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2014
„Nei, ég bjóst ekki við þessu. Mitt fyrsta markmið var
að ná að safna 50.000 krónum en ég náði því strax
fyrsta daginn svo ég ákvað að stefna á 100.000. Það
tókst líka fljótt svo nú stefni ég á að safna 200.000,“
segir Aron Guðmundsson sem safnar áheitum í
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og hefur strax tek-
ið forystu þar í söfnuninni og safnað mest allra hlaup-
ara.
Aron hleypur fyrir MND-félagið en móðir hans
greindist með MND-taugasjúkdóminn á síðasta ári.
Aron segist í kjölfarið hafa áttað sig á því að lífið er
núna en það hafi á einu augabragði breyst; allt sem
maður ætlaði að gera og upplifa seinna sé nokkuð sem
megi ekki bíða. Hann vill gefa MND-félaginu eitthvað
til baka, en félagið hafi reynst fjölskyldu hans afar vel.
„Ég veit ekki af hverju þetta fór svona vel af stað,
en við búum á Ísafirði, sem er lítið samfélag, og
kannski hjálpar smæð samfélagins til. Fólkið hér er
tilbúið til að styðja okkur og hjálpa og fólk þjappar sér
saman,“ segir Aron og segir það afar góða tilfinningu.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 23.
ágúst en Aron ætlar að hlaupa 21 kílómetra. Hann
segist ekki vanur hlaupari þótt hann hafi spilað fót-
bolta og er hann strax byrjaður að æfa sig. Hægt er
að styðja þá hlaupara sem hlaupa fyrir ýmis góð mál-
efni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is.
UNDIRBÚNINGUR REYKJAVÍKURMARAÞONS
Ísfirðingur með forystu
Aron Guðmundsson safnar
áheitum fyrir MND-félagið
en móðir hans greindist
með MND á síðasta ári.
Hin árlega Nathan’s pylsukapp-
átkeppni fór fram í New York á
þjóðhátíðardag Bandaríkjanna,
fjórða júlí. Hátíðin er ótrúlega vin-
sæl og flykkjast þúsundir manna
til að sjá keppendur troða í sig
pylsum. Yfirskrift keppninnar er
einföld. Komdu sem flestum pyls-
um niður á 10 mínútum.
Í kvennaflokki gerðust þau und-
ur og stórmerki að Sonya Thomas,
sem hefur unnið þessa keppni síð-
an 2011, tapaði fyrir Miki Sudo frá
Las Vegas. Thomas hafði unnið 11
kappátskeppnir í röð í Bandaríkj-
unum og er af sérfræðingum vest-
an hafs talin sú besta í kappáti
kvenna. Sudo kom 34 pylsum niður
og hrósaði sigri.
Það voru engin óvænt tíðindi í
karlaflokki þar sem Joey Chestnut
fagnaði sigri með því að borða 61
pylsu á mínútunum tíu. Chestnut
setti heimsmet í fyrra í þessari
sömu keppni þegar hann át 69
pylsur. Um tíma var Chestnut að
tapa fyrir Matt Stonie sem var bú-
inn með 38 pylsur á fyrstu fimm
mínútum. Meistarinn gaf þá í og
vann titilinn áttunda árið í röð.
Eftir keppnina fór hann á annað
hné og bað unnustunnar sinnar
Neslie Ricasa sem einnig keppir í
kappáti. Hún sagði já.
FURÐUR VERALDAR
Sögulegt
í kvenna-
flokki
Joey Chestnut og Miki Sudo með sigurbeltin sín sem sigurvegararnir fá.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
David Luiz
Knattspyrnumaður.
Villi Viðutan (e. Sideshow Bob)
Karakter úr Simpson.
Hrafnkell Örn Guðjónsson
Trommari Agent Fresco.
ÞÚ ÞARFT EKKERT ANNAÐ
vodafone.is
VODAFONE RED
FRELSI
ER KOMIÐ Í
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA