Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 13
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 krafist að frjálshyggjan væri kennd í skól- um sem hin eina rétta leið meðan hún er bara ein af mörgum pólitískum stefnum.“ Rússíbanareið með Mínus Þú varst gítarleikari í hinni geysivinsælu hljómsveit Mínus, hvað varstu lengi þar? „Ég var tvítugur þegar við stofnuðum Mínus árið 1998 og var þar í níu ár. Það var lengst af alveg frábær tími. Undir lokin vorum við strákarnir þó orðnir mjög þreyttir hver á öðrum, þetta var mikil samvera og slítandi, en virkilega góð lífs- reynsla. Við tókum upp nokkrar góðar plötur, ferðuðumst saman út um allan heim, fimm strákar, ýmist á hótelher- bergjum eða hljómsveitarútum í mismun- andi ástandi því þessu hljómsveitarlífi fylgdi alls konar gleði. Þetta tók á taug- arnar. Við upplifðum ógleymanleg ævintýri og lifðum eins og rokkstjörnur á öllum ferðalögum okkar, þar sem stjanað var við okkur á allan hátt. Þetta var rússíbana- reið.“ Heldurðu að þú hafir jafnvel um tíma misst jarðsambandið? „Auðvitað fannst mér það ekki á þeim tíma en eftir á að hyggja sé ég að það brenglar huga manns að vera í vinsælli rokkhljómsveit á unga aldri. Mamma geymir úrklippur og blaðaviðtöl sem tengj- ast hljómsveitinni og núna finnst mér oft vandræðalegt að lesa það sem ég lét hafa eftir mér á þeim tíma.“ Þú hættir í Mínus, af hverju? „Það reynir á þolrifin að vera svona lengi í mikilli návist við aðra og um leið geta minnstu smáatriði í fari félaganna byrjað að fara í taugarnar á manni. Þetta held ég að sé fullkomlega eðlilegt. Þegar ég hætti í hljómsveitinni vorum við eigin- lega nánast orðnir óstarfhæfir af þreytu hver á öðrum. Ég og Þröstur bassaleikari hættum en hinir þrír héldu áfram með nýjum bassaleikara. Mér fannst þetta orðið gott.“ Lífið verður aldrei aftur eins Ég geri ráð fyrir að það sem hafi reynst þér erfiðast í lífinu hafi verið að missa föður þinn. Þú varst fremur ungur þegar það gerðist. „Pabbi dó í janúar 2001, þá var ég 22 ára. Hann var verslunarmaður og var á leið í vinnuna þegar hann lenti í bílslysi á Reykjanesbraut. Mamma, sem var flug- freyja, var að fara í flug þegar hringt var og sagt að við ættum að flýta okkur á Landspítalann, þar sem okkur voru sagðar fréttirnar. Lífið verður aldrei aftur eins, en ég reyni að rækta með mér þakklæti fyrir það sem við pabbi áttum saman. Ég lærði mikið af honum og veit hvaða eig- inleika ég hef erft frá honum.“ Hvað heldurðu að þú hafir fengið frá honum? „Hann brýndi stöðugt fyrir mér að vera heiðarlegur og duglegur og ljúka við verk- efni þannig að sómi væri að, að eyða ekki peningum sem ég ætti ekki til og svo framvegis. Auk þess eru ótal máltæki og gullmolar sem hann sáði í huga minn sem ég bý að. Ég var kröfuharður unglingur sem ætlaðist til eins og annars af pabba mínum, leit upp til hans og sá hann í ákveðnu hlutverki en hann var auðvitað bara maður eins og ég. Ég sakna þess að hafa ekki fengið að eiga lengri tíma með honum.“ Þar sem þú ert trúlaus trúir þú ekki á annað líf. Merkir það ekki um leið að það skipti ekki máli hvað maður gerir í þessu lífi? „Nei, þvert á móti. Að trúa því að við séum bara hér í stuttan tíma og eigum síðan framhaldslíf á ennþá betri stað finnst mér gera jarðneska lífið fremur ómerkilegt. Þá er líf okkar bara millilend- ing. Ég fagna lífinu af ákefð vegna þess að ég trúi því að ég eigi einungis þetta eina líf. Ég hugsa mikið um það hvernig eigi að nýta það sem mest.“ Hvernig ætlarðu að nýta líf þitt sem best? „Ég er 36 ára gamall, hef mikla ævin- týraþrá og langar til að sjá miklu meira af heiminum. Það væri gaman að tengja fjölmiðlastarfið, sem ég hef svo mikla un- un af, við ferðalög um heiminn. Svo þarf ég einhvern tíma að eignast afkvæmi og tel það reyndar vera eina af skyldum hins trúlausa, enda er eina framhaldslífið sem við eigum það sem lifir áfram í genum okkar.“ *Mér finnst óþolandi þegar fólk sem haldið errasisma svarar fyrir sig með því að segjaað gagnrýni á málflutning þess sé pólitískur rétt- trúnaður og kvartar undan því að fá ekki að hafa pólitískar skoðanir sínar í friði. En vissu- lega er óþarfa rétttrúnaður á ákveðnum sviðum. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is – hágæða ítölsk hönnun NATUZZI endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar. NATUZZI umhverfi,staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar NATUZZI BORGHESE MODEL 2826 LEÐUR CT 15 – L220 D103 H73/93 VERÐ 449.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.