Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 49
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Kvikmyndaunnendur ættu
að leggja leið sína í Bíó Para-
dís þar sem nú stendur yfir
dagskráin Eye on Films,
þar sem sýndar eru fyrstu kvikmynd-
irnar eftir áhugaverða leikstjóra frá
ýmsum löndum.
2
Á laugardagskvöld verður
Robotdisco-kvöld haldið á
skemmtistaðnum Paloma.
Sænski plötusnúðurinn Lúk-
as Karl Patterson leikur ásamt landa
sínum, KAN3DA.
4
Sýningu sem Elva Hreiðars-
dóttir myndlistarkona opnaði
fyrir skömmu í sal félagsins
Íslensk grafík, Tryggvagötu
17, og kallar „Þræðir“ lýkur á
sunnudag. Opið er á laugardag og
sunnudag kl. 14-18.
5
Kvintett trompetleikarans
Ara Braga Kárasonar
kemur fram á sumardjass-
tónleikaröð Jómfrúarinnar
við Lækjargötu á laugardag kl. 15.
Með honum koma fram söngkonan
Cyrille Aimee, gítarleikarinn Michael
Valenau, Þórður Högnason á kontra-
bassa og Einar Scheving á trommur.
3
Sumartónleikar í Skálholti
halda áfram nú um helgina.
Nordic Affect býður upp á
franska barokkveislu á laug-
ardag kl. 17 en fyrr, kl. 14, fjallar tón-
skáldið Hanne Tofte Jespersen um
verk eftir sig sem verður klutt kl. 15 í
samstarfi við Kammerkór Suður-
lands, hópinn Music for the Mysteries
og Maríu Ellingsen. Verkið er end-
urflutt á sunnudag kl. 15.
MÆLT MEÐ
1
Snertipunktar er heiti sýningar semverður opnuð á sunnudag klukkan 14 íListasafni Árnesinga í Hveragerði. Á
henni gefur að líta verk eftir sjö íslenska
myndlistarmenn sem fæddir eru á árunum
1948 til 1966. Þeir hafa sýnt verk sín sem
tveir aðskildir listamannahópar, hér á landi
og erlendis, auk þess að standa fyrir rekstri
sýningarrýma. Í öðrum hópunum eru Anna
Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þór-
dís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sigurð-
ardóttir en þær ráku StartArt gallerí ásamt
fleirum í nokkur ár. Í hinum hópnum eru
þeir Birgir Snæbjörn Birgisson, Helgi Hjal-
talín Eyjólfsson og Helgi Þorgils Friðjóns-
son. Helgi Hjaltalín rak um tíma galleríið
20 m2, Helgi Þorgils hefur rekið Gallerí Gang
heima hjá sér í þrjá áratugi og Birgir Snæ-
björn rekur Gallerí Skilti við heimili sitt.
Viðfangsefni og efnisnotkun þessara lista-
manna eru ólík en endurspegla á forvitni-
legan hátt grósku samtímamyndlistar hér á
landi í dag. Margrét Elísabet Ólafsdóttir list-
og fagurfræðingur sá um að velja saman
verk á sýninguna og hún segist brjóta hóp-
ana upp á sýningunni.
„Til urðu ýmiskonar tengingar á milli
verkanna hér, þau tala saman á forvitnilegan
hátt,“ segir hún. Allir vinna listamennirnir í
marga miðla og sér þess glögglega stað á
sýningunni þar sem gefur að líta málverk,
vatnslitamyndir, ljósmyndir, skúlptúra, inn-
setningu og myndbandsverk. „Verkin eru
fjölbreytileg og ég valdi þau í samtali við
listamennina. Ég stilli gjarnan upp verkum
listamanna sem fólk er ekki vant að sýna
hlið við hlið, til að búa til nýtt og áhugavert
samtal – og snertipunkta,“ segir Margrét.
SNERTIPUNKTAR MILLI VERKA SJÖ LISTAMANNA Í LISTASAFNI ÁRNESINGA
Nýtt og áhugavert samtal
Á NÝRRI SÝNINGU Í LISTASAFNI ÁR-
NESINGA GEFUR AÐ LÍTA FJÖL-
BREYTILEG VERK EFTIR FÉLAGA Í
TVEIMUR HÓPUM LISTAMANNA.
Hluti stórs myndverks eftir Helga Þorgils Friðjónsson sem er á sýningunni í Hveragerði.
gegnum árin. Í þorpinu sé rómað listaverk
Sigurðar, Eggin í Gleðivík, sem margir komi
að skoða. „Þau eru að verða eitt helsta að-
dráttarafl þorpsins og þegar hugmyndin um
þessa sýningu kom upp vorum við strax til í
að vera með,“ segir Gauti. „Við leggjum fram
húsnæði Bræðslunnar og þar inni er búið að
reisa 120 fermetra sýningarskála, með lýs-
ingu, en hér hafa allir lagst á eitt við að láta
þetta ganga upp. CEAC er að setja upp
starfsstöð hér, þá þriðju í heiminum.“
Gauti segir heimamönnum lítast vel á fram-
kvæmdina, enda sé þetta meiriháttar list-
viðburður.
„Í aldanna rás hafa menningarstraumar
borist hingað víða að, verslunarsaga okkar hér
er löng og hér mættust ólíkir straumar gegn-
um tíðina. Við fögnum því að þessir ólíku
menningarstraumar skuli enn á ný mætast
hér á Djúpavogi í formi þesssarar sýningar.
Ég vona að sem flestir sjái sér fært að
mæta, það verður opið alla daga fram til 15.
ágúst.“
Nauðalíkt því í Gallerí SÚM
Sumum kann að finnast Djúpivogur nokkuð
afskekktur fyrir svo stóra og viðamikla sam-
tímalistsýningu.
„Já, en það er líka hluti af sjarmanum við
þetta,“ segir Sigurður. „Þú þarft ekki að sá
fræinu á fjölfarið torg. Blómin geta blómstrað
í afdölum og þá fer fólkið bara þangað að
horfa á þau. Mér finnst þetta vera kjör-
aðstæður hérna. Við eigum von á nokkur
hundruð manns við opnunina og forsetahjónin
ætla að opna sýninguna með pompi og pragt.“
Djúpavogshreppur tekur þátt í svokallaðri
Cittaslow-hreyfingu, sem er samtök lítilla
sveitarfélaga í 27 löndum sem hafa það að
markmiði að auka lífsgæði og ánægju fólks
með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og
hraðaáráttu í samfélögum nútímans viðnám
og heiðra þess í stað sérstöðu hvers sveitar-
félags fyrir sig. „Í þessari hugmyndafræði er
áherslan á lífsgæði, kúltúr og gleði, ekki
gróðasjónarmið. Þessi stefna Cittaslow fellur
eins og flís við rass að hugmyndafræði CEAC
í Xiamen, sem vinnur eftir því prinsippi að
það að njóta listarinnar sé í fyrirrúmi en svo
komi bara í ljós hvað maður skuldar mikið,“
segir Sigurður. „Þetta er nauðalíkt því sem
við gerðum í Gallerí SÚM í gamla daga, fyrst
var ráðist í hlutina og hugsað seinna um það
hvernig ætti að glíma við eftirköstin.
Fólk úti á landi þarf ekki síður á músík,
myndlist og bókmenntum að halda en fólkið í
borgunum; þetta er allt sama fólkið. Þessi
samvinna hér á Djúpavogi er mjög flott, enda
eru íbúarnir jákvæðir og menningarlega sinn-
aðir.“
„Blómin geta blómstrað í afdölum,“ segir Sigurður Guðmundsson. Hann er einn listamannanna 33 og lappar hér upp á verk sitt, „The Red Story“.
Ljósmynd/Alfa Freysdóttir