Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 49
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Kvikmyndaunnendur ættu að leggja leið sína í Bíó Para- dís þar sem nú stendur yfir dagskráin Eye on Films, þar sem sýndar eru fyrstu kvikmynd- irnar eftir áhugaverða leikstjóra frá ýmsum löndum. 2 Á laugardagskvöld verður Robotdisco-kvöld haldið á skemmtistaðnum Paloma. Sænski plötusnúðurinn Lúk- as Karl Patterson leikur ásamt landa sínum, KAN3DA. 4 Sýningu sem Elva Hreiðars- dóttir myndlistarkona opnaði fyrir skömmu í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17, og kallar „Þræðir“ lýkur á sunnudag. Opið er á laugardag og sunnudag kl. 14-18. 5 Kvintett trompetleikarans Ara Braga Kárasonar kemur fram á sumardjass- tónleikaröð Jómfrúarinnar við Lækjargötu á laugardag kl. 15. Með honum koma fram söngkonan Cyrille Aimee, gítarleikarinn Michael Valenau, Þórður Högnason á kontra- bassa og Einar Scheving á trommur. 3 Sumartónleikar í Skálholti halda áfram nú um helgina. Nordic Affect býður upp á franska barokkveislu á laug- ardag kl. 17 en fyrr, kl. 14, fjallar tón- skáldið Hanne Tofte Jespersen um verk eftir sig sem verður klutt kl. 15 í samstarfi við Kammerkór Suður- lands, hópinn Music for the Mysteries og Maríu Ellingsen. Verkið er end- urflutt á sunnudag kl. 15. MÆLT MEÐ 1 Snertipunktar er heiti sýningar semverður opnuð á sunnudag klukkan 14 íListasafni Árnesinga í Hveragerði. Á henni gefur að líta verk eftir sjö íslenska myndlistarmenn sem fæddir eru á árunum 1948 til 1966. Þeir hafa sýnt verk sín sem tveir aðskildir listamannahópar, hér á landi og erlendis, auk þess að standa fyrir rekstri sýningarrýma. Í öðrum hópunum eru Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þór- dís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sigurð- ardóttir en þær ráku StartArt gallerí ásamt fleirum í nokkur ár. Í hinum hópnum eru þeir Birgir Snæbjörn Birgisson, Helgi Hjal- talín Eyjólfsson og Helgi Þorgils Friðjóns- son. Helgi Hjaltalín rak um tíma galleríið 20 m2, Helgi Þorgils hefur rekið Gallerí Gang heima hjá sér í þrjá áratugi og Birgir Snæ- björn rekur Gallerí Skilti við heimili sitt. Viðfangsefni og efnisnotkun þessara lista- manna eru ólík en endurspegla á forvitni- legan hátt grósku samtímamyndlistar hér á landi í dag. Margrét Elísabet Ólafsdóttir list- og fagurfræðingur sá um að velja saman verk á sýninguna og hún segist brjóta hóp- ana upp á sýningunni. „Til urðu ýmiskonar tengingar á milli verkanna hér, þau tala saman á forvitnilegan hátt,“ segir hún. Allir vinna listamennirnir í marga miðla og sér þess glögglega stað á sýningunni þar sem gefur að líta málverk, vatnslitamyndir, ljósmyndir, skúlptúra, inn- setningu og myndbandsverk. „Verkin eru fjölbreytileg og ég valdi þau í samtali við listamennina. Ég stilli gjarnan upp verkum listamanna sem fólk er ekki vant að sýna hlið við hlið, til að búa til nýtt og áhugavert samtal – og snertipunkta,“ segir Margrét. SNERTIPUNKTAR MILLI VERKA SJÖ LISTAMANNA Í LISTASAFNI ÁRNESINGA Nýtt og áhugavert samtal Á NÝRRI SÝNINGU Í LISTASAFNI ÁR- NESINGA GEFUR AÐ LÍTA FJÖL- BREYTILEG VERK EFTIR FÉLAGA Í TVEIMUR HÓPUM LISTAMANNA. Hluti stórs myndverks eftir Helga Þorgils Friðjónsson sem er á sýningunni í Hveragerði. gegnum árin. Í þorpinu sé rómað listaverk Sigurðar, Eggin í Gleðivík, sem margir komi að skoða. „Þau eru að verða eitt helsta að- dráttarafl þorpsins og þegar hugmyndin um þessa sýningu kom upp vorum við strax til í að vera með,“ segir Gauti. „Við leggjum fram húsnæði Bræðslunnar og þar inni er búið að reisa 120 fermetra sýningarskála, með lýs- ingu, en hér hafa allir lagst á eitt við að láta þetta ganga upp. CEAC er að setja upp starfsstöð hér, þá þriðju í heiminum.“ Gauti segir heimamönnum lítast vel á fram- kvæmdina, enda sé þetta meiriháttar list- viðburður. „Í aldanna rás hafa menningarstraumar borist hingað víða að, verslunarsaga okkar hér er löng og hér mættust ólíkir straumar gegn- um tíðina. Við fögnum því að þessir ólíku menningarstraumar skuli enn á ný mætast hér á Djúpavogi í formi þesssarar sýningar. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta, það verður opið alla daga fram til 15. ágúst.“ Nauðalíkt því í Gallerí SÚM Sumum kann að finnast Djúpivogur nokkuð afskekktur fyrir svo stóra og viðamikla sam- tímalistsýningu. „Já, en það er líka hluti af sjarmanum við þetta,“ segir Sigurður. „Þú þarft ekki að sá fræinu á fjölfarið torg. Blómin geta blómstrað í afdölum og þá fer fólkið bara þangað að horfa á þau. Mér finnst þetta vera kjör- aðstæður hérna. Við eigum von á nokkur hundruð manns við opnunina og forsetahjónin ætla að opna sýninguna með pompi og pragt.“ Djúpavogshreppur tekur þátt í svokallaðri Cittaslow-hreyfingu, sem er samtök lítilla sveitarfélaga í 27 löndum sem hafa það að markmiði að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í samfélögum nútímans viðnám og heiðra þess í stað sérstöðu hvers sveitar- félags fyrir sig. „Í þessari hugmyndafræði er áherslan á lífsgæði, kúltúr og gleði, ekki gróðasjónarmið. Þessi stefna Cittaslow fellur eins og flís við rass að hugmyndafræði CEAC í Xiamen, sem vinnur eftir því prinsippi að það að njóta listarinnar sé í fyrirrúmi en svo komi bara í ljós hvað maður skuldar mikið,“ segir Sigurður. „Þetta er nauðalíkt því sem við gerðum í Gallerí SÚM í gamla daga, fyrst var ráðist í hlutina og hugsað seinna um það hvernig ætti að glíma við eftirköstin. Fólk úti á landi þarf ekki síður á músík, myndlist og bókmenntum að halda en fólkið í borgunum; þetta er allt sama fólkið. Þessi samvinna hér á Djúpavogi er mjög flott, enda eru íbúarnir jákvæðir og menningarlega sinn- aðir.“ „Blómin geta blómstrað í afdölum,“ segir Sigurður Guðmundsson. Hann er einn listamannanna 33 og lappar hér upp á verk sitt, „The Red Story“. Ljósmynd/Alfa Freysdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.