Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 34
Tíska *Árið 1914 kom á markað fyrsta förðunarvaran frá snyrti-vöruframleiðandanum Max Factor. Í tilefni þess að 100 ár erusíðan Max Factor-snyrtivörurnar komu á sjónarsviðið varleikkonan Gwyneth Paltrow sett í hlutverk nokkurra glæsi-legustu leik- og söngkvenna seinustu áratuga. Með hjálpförðunarfræðinga Max Factor má sjá hvernig Paltrowsvipar til klassískra stjarna á borð við Audrey Hepburn,
Brigitte Bardot, Farrah Fawcett og Madonnu í nýju aug-
lýsingaherferðinni, sem vakið hefur töluverða athygli.
Gwyneth Paltrow í hlutverki klassískra stjarna
Paltrow í hlutverki Madonnu.
Paltrow sem
Brigitte Bardot.
Hvar kaupir þú helst föt?
Það er óhætt að segja að ZARA eigi hug minn allan þegar kemur að því að versla hér á landi.
Ég fer alltaf fyrst þangað. Áður en ég fór út í nám til Ítalíu var ég mikil eyðslukló þegar kom að
innkaupum, öll launin fóru í föt og ég sá ekkert athugavert við það. En í dag er ég ekki eins
hvatvís og næ að hemja mig. Ég vil frekar fjárfesta í góðum, tímalausum og fáum vörum sem
endast mér lengur.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í?
Úff! Ég man eftir því, á mínum yngri árum, þegar maður fylgdi bara straumnum og tók til dæm-
is þátt í neon-netatískunni. En annars hef ég verið frekar jarðbundin síðustu ár þegar kemur að
tískubylgjum.
Hvað hefur þú helst í huga þegar þú velur föt?
Fyrst og fremst hugsa ég alltaf um notagildi, flíkin verður að vera „edgy“ en samt sem áður
tímalaus. Ég spái líka mikið í þægindin og það er ástæðan fyrir því að ég á ekki marga þrönga
og stutta kjóla. Svo reyni ég að vanda valið þegar kemur að mynstri, annars fæ
ég fljótt leið. Á venjulegum degi klæði ég mig í háar aðsniðnar buxur, skyrtu,
kápu og þægilega hæla.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Í fljótu bragði detta mér í hug Olsen-tvíeykið, bloggarinn Kenza, Blake Lively,
Elle Ferguson og Jessica Alba og svo er Olivia Palermo í miklu uppáhaldi.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Nei, svo sem ekki, en auðvitað standa alltaf einhver nöfn upp úr. Ef ég ætti að
velja draumaflík frá þekktum fatahönnuði yrði líklega guðdómlega fallegur brúðar-
kjóll frá Veru Wang fyrir valinu.
Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu
kaupa þér?
Ég myndi líklega fjárfesta í tösku frá Chanel eða Hermés Birkin.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú
fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu?
Annaðhvort færi ég til Chicago í kringum 1920 í allt glysið eða til New York um
1960 í einfalda og fágaða klæðaburðinn sem Audrey Hepburn gerði frægan.
Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum?
Ég myndi lýsa honum sem frekar kvenlegum, einföldum með smá snúningi. Fyrir
mér geta flottar buxur og falleg yfirhöfn aldrei klikkað.
Hver eru bestu fatakaupin þín?
Mín allra bestu kaup eru líklega allar yfirhafnirnar sem ég er búin að safna á
síðustu árum. Mér þykir fátt fallegra en flottir jakkar, síðar kápur og pelsar.
Ég pæli mikið í þeim og er óhrædd að spyrja vegfarendur hvar þeir fengu yfir-
hafnir sínar ef þær grípa augað.
En þau verstu?
Þau verstu eru líklega allir þessir stuttu magabolir sem ég ætlaði að
nota síðasta sumar. Þeir áttu að vera innblástur til að koma
mér í betra form, en núna sitja þeir
aftast í fataskápnum og hafa gert
lengi. Ég lærði að kaupa aldrei
aftur flík sem ég ætla mér að
passa í seinna, frekar að rokka
það sem ég hef. Svo verð ég
að nefna fallegu og óþægilegu
hælana sem ég festi kaup á,
þeir hafa aldrei séð dagsins
ljós en tilheyra mikilvægu
hlutverki í forstofu minni
sem skraut.
ÞÆGINDI SKIPTA MIKLU MÁLI
Sara Dögg kýs að ganga í
þægilegum fötum og fer því
sjaldan í mjög háa hæla.
Hælarnir
notaðir sem
stofustáss
SARA DÖGG GUÐJÓNSDÓTTIR, EINN STOFNENDA FEMME.IS, ER MIKIL
ÁHUGAKONA UM TÍSKU OG INNANHÖNNUN. SARA SEGIR STÍL SINN
VERA KVENLEGAN OG EINKENNAST AF GLAMÚR OG ÞÆGINDUM.
SARA KVEÐST HAFA VERIÐ HVATVÍS Á SÍNUM YNGRI ÁRUM ÞEGAR
HÚN KEYPTI FÖT EN Í DAG VANDAR HÚN VALIÐ OG REYNIR EFTIR
BESTU GETU AÐ FJÁRFESTA Í TÍMALAUSUM OG EIGULEGUM FLÍKUM.
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is
Audrey Hepburn
var svo sannarlega
fáguð í klæðaburði.
Sara Dögg er hrifin af
Chanel töskunum.
Vera Wang
gerir guð-
dómlega
brúðarkjóla að
mati Söru.
Olivia Palermo
er alltaf smart.
Sara Dögg er hrifin
af fallegum kápum.
Þessi kemur úr 2015
vor/sumarlínu Mango.