Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 43
um þann yngsta, fórum við til Ástr- alíu og Nick fékk strax vinnu í flottri uppfærslu, Shakespeare in the Park. Hann hélt okkur uppi á leikaralaunum og það kallast gott.“ Bæði tungumálin töluð Spurð hvernig sé að ala upp fjögur lítil börn á Íslandi í dag er engan barlóm að heyra á þeim Ernu og Nick. „Mér finnst þetta mjög þægi- legt en þetta var erfitt í byrjun. Í Ástralíu eru ekki til leikskólar í þeim tilgangi að koma þar fyrir ungum börnum fimm daga vik- unnar,“ bendir Nick á og Erna seg- ir það líklega túlkað sem vanrækslu að barn sé fimm daga vikunnar í leikskóla eða hjá dagforeldri. „Þar er gert ráð fyrir því að ann- að foreldrið, yfirleitt konan, sé heimavinnandi. Þetta er einfaldlega annars konar hugsunarháttur. Opin- bera kerfið býður heldur ekki upp á þetta fyrirkomulag og því er kostnaðarsamt að vera með börn í skóla, hvað þá ef þau eru mörg. Umhverfið í leikskólamálum er í góðum farvegi hérlendis að mínu mati en þó þarf að gera betur við leikskólakennara,“ segir Erna og Nick bætir við. „Þá má kannski segja að umhverfi skólamála í Ástr- alíu sé einhvers staðar mitt á milli Bandaríkjanna og Íslands en það er að færast nær bandaríska umhverf- inu. Það er því að mörgu leyti erf- iðara að vera með mörg börn í Ástr- alíu.“ Nick getur ekki neitað því að fjarlægðin frá hans fólki sé mikil en þó hafa foreldrar hans komið oftar en einu sinni til landsins. Ástralska tengingin fellur því ekki í gleymsk- unnar dá hjá börnunum. Á heimil- inu er fastmótað fyrirkomulag hvernig rætt er við börnin. Faðirinn talar við þau á ensku og móðirin á íslensku. Þeim er mikið í mun að börnin kynnist arfleifðinni frá báð- um fjölskyldum sínum. Engin sér- stök regla er hins vegar á því hvort þau Erna og Nick ræði sín á milli á íslensku eða ensku, þar sem hvort tveggja er í boði. Börnin eru með sterk tengsl við fjölskyldu Ernu eins og gefur að skilja, en þaðan hefur borist mikil hjálp við að halda heimilinu gangandi. Yngsti Snorri James, er ekki með leikskólapláss. „Ég er svo heppin að eiga góða fjöl- skyldu. Mamma segir gjarnan að til að ala upp barn þurfi heilt þorp. Ætli fjölskylda mín sé ekki mitt þorp. Systur mínar eru svo æðis- legar að börnin eiga nánast þrjár mömmur. Pabbi sem er kominn á eftirlaun hefur hjálpað okkur of- boðslega mikið og mamma var með þá elstu í júní, en án fjölskyldunnar gætum við ekki verið bæði á vinnu- markaði. Ísland er svo mikið fjöl- skylduland og þetta er íslenska stemningin. Nú stendur til að Sirk- us Íslands fari út á land að sýna og þá er spurning hvort ég og börnin gerumst „grúppíur“ og eltum sirkusinn,“ segir Erna og hlær. Í óformlegu spjalli að viðtalinu loknu kemur upp úr krafsinu að blaðamaður og Erna hafa starfað á sama vinnustað. Erna fer í tölvuna og flettir upp hversu marga sameig- inlega vini við eigum á Fésbókinni og eru þeir fjórtán talsins. „Þetta er mjög íslenskt,“ segir Nick og glott- ir. Morgunblaðið/Eggert 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Erna Tönsberg starfar við Háskól- ann í Reykjavík. Hún er verkefn- isstjóri í Rekstrarnámi fyrir hönn- uði sem er boðið upp á af Opna háskólanum í HR, og er unnið í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. Erna lauk sjálf BS-gráðu í viðskiptafræði og mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum. „Opni háskólinn í HR býður upp á sí- og endurmenntun fyrir sérfræðinga og stjórnendur í samstarfi við akademískar deildir HR og íslenskt atvinnulíf. Rekstr- arnám fyrir hönnuði er ný náms- lína sem verður keyrð samhliða Rekstrar- og fjármálanámi Opna háskólans í HR og er í raun þróun á því námi til að mæta þörfum hönnuða. Markmiðið með nám- inu er ekki að breyta hönnuðum í viðskiptafólk. Við viljum hins veg- ar vinna með þeim. Við viljum fá hönnuði til okkar sem geta miðl- að viðskiptaþekkingunni og brúað bilið á milli hönnuða og við- skiptageirans,“ útskýrir Erna og segir áhugann á náminu vera tölu- verðan. „Við höfum fengið marg- ar fyrirspurnir og fólk hefur mik- inn áhuga á þessu. Ég hef mikla trú á því að vel muni ganga og að við getum þróað þetta nám áfram á næstu árum. Vonandi verður eitt- hvað mikið og gott til úr þessu,“ sagði Erna og bendir á að hönn- unargeirinn sé stór hérlendis. „Á Íslandi eru gríðarlega margir flott- ir hönnuðir og fólk er að gera ótrúlega hluti. Að vera með eigin hönnun getur verið afar persónu- legt. En stundum þarf maður að fara aðeins út fyrir þægindaram- mann til að koma vörunni á fram- færi. Í kringum mig eru margir hönnuðir og listamenn sem eru virkilega hæfileikaríkir en oft á tíð- um full hógværir.“ Stýrir rekstrarnámi fyrir hönnuði Eins og fram kemur í viðtalinu starfar Nick Candy með Sirkusi Ís- lands, sem starfræktur er hér á landi. Í sumar býðst Íslendingum að sjá þrenns konar sirkussýningar. Ein er fyrst og fremst ætluð börnum, önnur er fyrir alla fjölskylduna og sú þriðja er sniðin að fullorðnum. Fjölskyldusýningin heitir „Heima er best“ og er sú stærsta sem Sirkus Íslands hefur sett upp. Auk þess að sýna á Klambratúni í höfuðstaðnum mun hópurinn halda til Ísafjarðar, Akureyrar, Selfoss, Keflavíkur og aftur til Reykja- víkur í júlí og ágúst. Uppistaðan í hópi listamanna Sirkuss Íslands er Íslendingar. Sirkus Íslands er með heimasíðuna: www.sirkus.is Sirkus Íslands Nick er menntaður leikari og leikur hér listir sínar með Sirkusi Íslands. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.