Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 45
Uppi á vegg á heimili Gunnars er sverð eitt mikið. „Þetta er mitt fyrsta smíða- verk,“ segir Gunnar. „Þetta er mið- aldasverð, gæti verið frá því um 900. Ég fékk að mæla upp norskt sverð á Þjóð- minjasafninu og lagði mikið í silfursmíðina á hjöltunum. Sverð þetta fór í ferðalag um þver og endilöng Bandaríkin á sýn- ingu um víkinga á vegum Smithsonian- safnsins. Hjöltu þessa sverðs eru norræn en döggskórinn er að fyrirmynd tísku sem algengust var í kringum Gautaborg í Suð- ur-Svíþjóð. Sverðsmíðin var upphafið að áhuga mínum á miðaldafræðum. Ég myndi hinsvegar ekki blanda svona saman stílum ef ég væri að smíða mér sverð í dag. Eftir að pabbi tók að sér smíðina á Þjóðveldisbænum og ég varð yfirsmiður þar fékk ég miðaldabakteríuna fyrir alvöru. Ég las mér til og reyndi að finna út hvernig réttast væri að hafa þetta. Ég las fornsögurnar. Bær Gunnars á Hlíðarenda var t.d. smíðaður úr timbri og Skallagrímur var eldsmiður góður – en ég er nú kannski ekki alveg hans karakter,“ segir Gunnar og brosir hógværlega. „Menn í fornsögum voru gjarnan sagðir íþróttamenn góðir. Talað er t.d. um að Gunnar Hámundarson hafi stokkið hæð sína í fullum herklæðum, það gat nú raunar þýtt að stökkva lengd sína í her- klæðunum. En ég vil bæta því við að í íþróttunum var innifalið að vera smiður góður. Ég hef alla tíð unnið mikið fyrir Þjóð- minjasafnið, fyrst með pabba og síðan fór ég að taka verkefni sjálfur. Kristján Eld- járn og Þór Magnússon leituðu til mín og einnig hef ég unnið mikið að viðgerðum fyrir húsasafn Þjóðminjasafnsins. Þegar Hjörleifur Stefánsson var fyrir húsasafninu spurði hann mig eitt sinn hvort ég gæti ekki bjargað járnlömum á hurðir. Þar með hóf ég eldsmíði. Mér bauðst á sínum tíma að fara á námskeið til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Ég var viku á hverjum stað. Í þessari námsferð fékk ég það veganesi sem ég hef búið að síðan og þróað áfram. Ég teiknaði upp og tók myndir af ýmsum verkfærum og smíðaði sjálfur öll verkfærin sem ég hef notað í miðaldasmíðinni, svo sem axir og sköfur. Ég hef gert eft- irmyndir af norskum og íslenskum öxum. Helsti munur á öxunum er bundinn svæð- um, annað svipmót var t.d. í Hörðalandi en á Gautlandi. Íslensku axirnar og fleiri verkfæri eru líkust því sem gerðist í Rogalandi og Hörðalandi í Noregi.“ Plankinn gamli og mikilvægi Þó að Gunnar Bjarnason hafi mikið sinnt verkefnum tengdum miðöldum þá hefur hann brugðið sér til nútímans af og til. „Ég hef smíðað hús eftir nýjum teikn- ingum, t.d. var ég meistari og stýrði smíð- um á Oddsstofu í Skálholti, sem er tón- listarsalur. Mér finnst mjög gaman að smíða, einkum ef ég er að fást við nýja hluti. Ég hef vissulega byggt íbúðarhús og einingahús víðs vegar um landið. Einnig vorum við feðgar með verkstæði, forsmíð- uðum þar glugga og fleira í hús. Lengst- an tíma við húsbyggingar tekur að undir- búa verkið og fá byggingarleyfi, slíkt er talsvert ferli.“ Gunnar var yfirsmiður að nýbyggingunni Austurstræti 22. Hún er reist á sama stað og sögufrægt hús sem Ísleifur Einarsson yfirdómari lét byggja 1801 en brann 18. apríl 2007. Það hús var meðal annars þekkt fyrir að þar bjó Jörundur hunda- dagakonungur og þar var prestaskóli. „Eldstæðið er hið eina í nýja húsinu sem er upprunalegt. Úr brunarústunum voru raunar hirtar heillegar spýtur og settar í gám, en því miður var því sem í honum var fargað fyrir mistök. – Nema einum planka sem nú er í vörslu Árbæjar- safns. En plankinn sagði okkur söguna af því hvernig samsetningarnar voru og einn- ig eru til myndir. Nýja húsið er því byggt með plankann, myndir og óljósar teikn- ingar sem fyrirmyndir. Stefán Örn Stef- ánsson og Grétar Markússon teiknuðu nýja húsið í Austurstræti 22 og ég var fenginn til að vera leiðbeinandi eða þátt- takandi í teyminu. Saman reyndum við að gera hið besta úr þessu. Ég var og fenginn til að „höggva saman kassann“, sem kallað er. Eftir það var auglýst útboð á því sem eftir var. Mér lánaðist að fá verkið og ljúka því, bæði að innan og utan. Fólk er, að mér skilst, al- mennt mjög ánægt með þessa byggingu sem setur mikinn svip á miðbæinn. Í þessu sambandi vil ég geta þess að mér þætti ástæða til að endurnýja Hressingar- skálann og breyta Lækjartorgi í átt til þess sem það var áður. Þar var jú lengi miðpunktur bæjarins. Mér skilst að nýbyggingin Austurstræti 22 sé til sölu. Ég hefði óskað þess að borgin gerði þetta hús og svæðið í kring að sögulegu svæði. Ég álít að Reykvík- ingar ættu að eiga Austurstræti 22 áfram, og sýna því og Lækjartorgi sóma.“ Glímir við krabbamein Á heimili Gunnars er margt fallegra og þjóðlegra muna, sem og húsgögn. Og bækurnar í bókaskápnum eru nær undan- tekningarlaust tengdar Íslandi, ýmist sögu, landslagi, verkmenningu eða þjóðháttum. Á fallegum, gömlum skáp er stór stytta af Jesú Kristi með útbreiddan faðminn og til hliðar önnur stytta af frelsaranum látnum í faðmi Maríu móður sinnar. Af þessu má draga þá ályktun að húsráðendur séu bæði vel kristnir og líka miklir Íslending- ar. „Já, ég er sannur KFUM-maður og vissulega mjög tengdur mínu landi,“ segir Gunnar þegar haft er orð á þessu. „For- eldrar mínir áttu stóru Kristsstyttuna, hina fékk ég frá föðurbróður mínum. Trú- in hefur verið mitt leiðarljós í lífinu. Ég hef unnið allskonar verk, sum erfið og alla tíð hef ég lagt allt í Guðs hendi. Beð- ið um hjálp og styrk, það hefur ekki brugðist. Sem ungur maður tók ég þátt í unglingadeild KFUM í Laugar- nesi, en smíðarnar hafa lengstum tekið mestan minn tíma. Ég hef eigi að síður góðan hug til KFUM og er annar tenór í karlakór þar. Við erum nálægt 40 í kórnum og syngjum mest hressilega söngva, æskulýðslög og klassísk karlakóralög. Ungmennafélagshreyfingin og bindindisfélögin mörkuðu vissulega félags- skap KFUM en séra Friðrik lagði áherslu á að drengir yxu upp í að verða nýtir menn og honum lánaðist það starf vel. Hann virkjaði góðan hug drengja til sam- félagsins, ásamt því að vera kristnir. Sjálf- ur var ég lengstum bindindismaður en seinni árin fæ ég mér stöku sinnum vín- glas með mat.“ Konu sinni, Kristínu Sverrisdóttur náms- ráðgjafa kynntist Gunnar í félagsstarfi KFUM og KFUK. „Við Kristín erum búin að vera gift frá árinu 1979 og eigum einn dreng. Hann býr hér á neðri hæðinni ásamt konu sinni og syni. „Kristín hefur ekki mikinn áhuga á mið- aldahúsum en hún hefur mikinn áhuga á ferðalögum og hefur ferðast með mér um landið. Hún lét sig þó hafa það að ég byggði sumarbústaðinn okkar sem eftir- mynd af miðaldastofu. Þar eru háir stokk- ar að ganga yfir og lágar dyr,“ segir Gunnar og hlær. „Hún var í vafa fyrst en er nú vel ánægð. Bústaðurinn okkar er í Landsveit. Ólafur afi minn var í sveit í Heysholti í Landsveit um aldamótin 1900.“ Gunnar bendir mér á málverk af þeim bæ sem málað var eftir ljósmynd. „Heysholt á sér stað í bókmenntasög- unni. Ármann Kr. Einarsson bjó til sögur um Árna í Hraunkoti, Heysholt er fyrir- myndin að Hraunkoti. Foreldrar mínir og fjölskyldan okkar hefur jafnan verið mjög tengd þessum bæ.“ Gunnar sýnir mér fleiri málverk, sum af forfeðrum sínum. „Guðbrandur Þorláksson er forfaðir minn á tvo vegu,“ segir hann og sýnir mér skilmerkilega sögu myndar- innar á bakhliðinni. Svona vandlega segist hann hafa merkt aðrar myndir í stofunni. „Eftir því sem aldurinn færist yfir gerir maður sér betur grein fyrir því að maður hverfur og þeir sem við taka vita ekki endilega sögu hluta,“ segir hann hæversk- lega þegar ég nefni að hann virðist ná- kvæmur „reiðumaður“. „Ég er um þessar mundir að gera við glugga í Íþöku, hlöðnu húsi í eigu Menntaskólans í Reykjavík,“ segir hann þegar ég spyr um verkefni þessara daga. „Gluggaumgjörðin í gluggunum er úr járni og var steypt erlendis. Þurft hefur að taka hana úr til að gera við hana og laga sprungur í veggjum. En svo verður hún sett í og múruð föst aftur. Eftir það verð- ur glerjað, þetta er mjög óvenjulegur frá- gangur á íslensku húsi, enda gefið Íslend- ingum af breskum manni til bókasafns.“ Gunnar bætir við að hann hafi haldið sig nokkuð til hlés hvað vinnu snertir að undanförnu. „Ég greindist með krabbamein og tím- inn verður að skera úr um hvernig það fer,“ segir hann. „Ég greindist í desember og hef verið í meðferð, sem tekur sinn toll. Þetta er mikil glíma, ef ég fæ fleiri ár er það yndislegt. Að vera jákvæður gagnvart til- verunni gerir það að verkum að maður tekur svona tíðindum sem eðlilegum hlut og reynir að halda höfði í glímunni. Trú mín hefur verið minn styrkur og beinlínis haldið mér lifandi. Ég óttast ekki dauðann af því að ég veit að heimkoman verður góð. Ég hef auðvitað gert mistök eins og gengur, en í heildina er ég ánægður með lífsstarf mitt.“ Gunnar Bjarnason smiður greindist með krabbamein í desember en tekur glímunni við þann vágest af æðruleysi. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Þorláksbúð stendurá heilögum stað ogsú staðsetning er mikils virði fyrir marga trúaða. Hin mjög svo umdeilda Þorláksbúð sem Gunnar hannaði að mestu og var yfirsmiður að. Þorláksbúð stendur þétt við hlið Skálholtskirkju. Plankinn góði sem slapp úr brunanum að Austurstræti 22 og er ein helsta fyrirmynd að samsetningu timburs í hinni nýju byggingu á sömu lóð. Sverðið hans Gunnars Bjarnasonar. Fyrsti smíðisgripur hans, fyrirmynd þess er sverð frá því um 900. 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.