Frúin - 01.06.1963, Side 18

Frúin - 01.06.1963, Side 18
CLAItA PONTOPPIDAN Úr ævíminnmgum dönsku leikonunnar Klöru Pontoppidan. Clara Pontoppidan, hin frœga danska leikkona, skrifar hér endurminningar sínar úr ís- landsferð, er hún fór til að leika Höddu Pöddu í sam- nefndu leikriti eftir Guð- mund Kamban, sem kvik- myndað var á íslandi fyrir mörgum árum. Þegar kvikmyndin „Hadda Padda“, eftir bók Kambans, var kvikmynd- uð hér heima á íslandi, lék ein fraég- asta leikkona Dana, Clara Pontop- pidan, aðalhlutverkið í henni. Hér segir hún frá því, er hún komst í lífshættu meðan á kvikmyndaupptök- unni stóð, og lætur einnig í ljós hrifningu sína yfir náttúrufegurð landsins. Það tók mig sárt, að þurfa að yfir- gefa garðinn minn, sem er svo yndis- legur, og það svona um hásumarið, en það var óhjákvæmilegt. Það var viðburðamikill dagur, þegar við veif- uðum hrærð til ástvina okkar hérna heima og sigldum af stað með „Gull- fossi“ til íslands. Við áttum að taka þar kvikmyndina „Hadda-Padda“. Rithöfundurinn, Guðmundur Kamb- an, átti sjálfur að stjórna leiknum, ásamt Gunnari Hansen, Svend Meth- ling og Alice O’Fredericks. Ungi leik- arinn Poul Rohde og ég lékum aðal- hluverkin. Auk þess var frú Mehling og frú Kamban með í ferðinni. Yndis- legt var að vagga hægt og mjúklega á öldum Atlantshafsins, og finna salt hafsvatnið streyma á okkur úr steypi- böðum skipsins. Þegar til Reykjavíkur kom, stóðu 18 þeir Kamban og Gunnar Hansen á hafnarbakkanum og tóku á móti okk- ur. Þeir höfðu siglt til íslands á und- an okkur. Við bjuggum fyrst í nokkra daga á Hótel Skjaldbreið í Reykja- vík, meðan leikstjórarnir fóru út á land að leita að stöðum, sem hæfa myndu kvikmyndinni. Ekki er hægt að segja annað, en að okkur leiddist að bíða svona aðgerðalaus; við þráð- um að fara að geta tekið til starfa, og fara að ferðast um og sjá Sögu- eyna. Loks rann upp sú .stund, að okkur og farangri okkar var komið fyrir í tveim bílum. Við ókum í eilífðar- tíma, ég held í einar 5—6 klukku- stundir. „Erum við komin á áfangastað?“ Nei, nú þurftum við að fara ríðandi nokkuð af leiðinni. Það var langt síðan ég hafði komið á hestbak, en nú dugði ekki annað en standa sig, og við urðum hvert um sig að klöngr- ast á bak litlum íslenzkum hesti. Nú hófst ógleymanlegt ævitýri úti í Mynd frá prestssetrinu í Stenlöse. Ég sit hjá tengdaforeldrum mínum. Mað- urinn minn tók þessa mynd; skugginn af honum sést á kjól tengdamóð- ur minnar. \ lífshættu á íslandi FRÚIN

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.