Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 21

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 21
Æðsta kona Frakklands Framh. af bls. 12. að morgni hinn 23. desember árið 1958. Hann heilsaði frú de Gaulle með djúpri hneigingu og sagði: „Það gleður mig, frú, að bjóða yður vel- komna í þetta hús, sem brátt verður yðar.“ Maður getur aðeins getið sér til, hvers konar hugsanir hafa leitað á frú de Gaulle, sem af ást til manns síns og vegna skyldurækni, varð að yfirgefa hið rólega sveitalíf í Colom- bey-les-Deux-Eglises, og flytja til Élysée-palæet, en hún gerði sér ljóst hvað um var að ræða, og hegðaði sér að öllu leyti óaðfinnanlega. Hún var vel klædd, í svartri kápu, og dag- blöðin hölluðust á sveif með henni. Hið nákvæma augnaráð hennar, sá strax hvað gera skyldi í forsetahöll- inni og hún hóf þegar verk sitt. Hún keypti stóreflis rúm handa forsetan- um, hringdi í eldhúsið og gaf kokk- inum fyrirskipanir sínar, þannig að forsetinn gat að vígslunni afstaðinni og umstangi því, er henni fylgdi, sezt að snæðingi, þar sem borið var fram kalt kjöt, súpa og salat. Eitt sinn skrifaði Yvonne til frænku sinnar í Calais: „Ég er að reyna að innrétta tvö skemmtileg einkaherbergi handa frænda þínum og mér, í þessu stóra húsi.“ íbúð þeirra var á fyrstu hæð, tvö svefnherbergi, með útsýni yfir garð- inn, ein lítil dagstofa, borðstofa, tvö snyrtiherbergi og lítið eldhús. Smám saman fann Yvonne de Gaulle nýjan hljómgrunn í lífi sínu sem mótleik gegn þeirri smásjá, sem hún nú daglega var undir, þá mynd- aði hún órjúfanlegan múr umhverfis einkalíf sitt. Afgreiðslumaður nokkur fylgdi henni eitt sinn til dyra, í einni af verzlunum Parísar, og varð á sú stóra skyssa að segja við hana í kveðjuskyni: „Verið þér sælar for- setafrú.“ Frú Gaulle reiddist þessu, en sagði ekkert. Hringdi síðan í verzl- unina og fór þess á leit, að maður- inn fengi áminningu, hún kærði sig ekkert um að láta titla sig, þegar hún var í innkaupum. Strax og hún hafði komið sér fyrir í Elysée-höllinni, þá hóf hún að gefa sig að hinum kvenlegu skyldum, sem hin æðsta kona hlýtur að finna sig kallaða til að gegna. Hún fór þess á leit við konur herforingjanna, að þær prjónuðu eitt ullarfat á mánuði hverjum, sem varið skyldi til góð- gerðarstarfsemi og ákvað, að það skyldi gert á heimilum hverrar fyr- ir sig. Það var djörf ákvörðun, en hún gerði sér það fyllilega ljóst, að prjónaklúbbar verða auðveldlega að slúðursögusamkvæmum. Önnur sérkenni persónugerðar hennar, verða manni ljóslifandi, þeg- ar það upplýstist, að heimili hennar fyrir vanþroska börn, varð henni nokkurt áhyggjuefni, eftir að hún varð æðsta kona Frakklands. De Gaulle stofnunin, sem notið hafði ást- ar hennar, varð nú að hennar áliti of áberandi sem sjálfshól, þegar mað- ur hennar var orðinn forseti Frakk- lands, og þess vegna bað hún um að nafninu yrði breytt í „Heilsuhæl- ið“. Þannig varð hún að fórna nafni hinnar elskulegu dóttur sinnar, sem það var reist til minningar um, á alt- ari lítillætisins og þess, sem hún áleit rétt. Það var ekki auðveld fórn. Frú de Gaulle gerir sjálf innkaup- in og á hverjum fimmtudegi sést hún í on Marhé, sem er eitt af stóru verzlunarsamstæðunum í París. Þar kaupir hún allt smávegis, sem hún þarf á að halda í búskapnum, vasa- klúta, raksápu, sápu og gerir saman- burð. Hér, eins og annars staðar, hefur afgreiðslufólkið fengið þær fyrir- skipanir, að taka ekkert sérstakt til- lit til hennar og forðast að leiða at- hygli fólks að henni, en fylgjast samt vel með og vera á verðinum, þegar ljóst verður, að hún óskar eft- ir afgreiðslu. Æðstu konu Frakklands hefur þannig tekizt að lifa sínu eigin lífi í ró og næði, þar sem allt er á sínum rétta stað og í réttu umhverfi. Hún er einlæg í stolti sínu yfir manni sín- um og hamingjusöm með börn sín og barnabörn. Það er eins og hún vilji koma í veg fyrir, að verða um of hrifin af stöðu sinni, eins og hún vilji að yfirlögðu ráði minna sig á þær staðreyndir, að hávaðinn og harkið dvínar og herforingjar og konungar hverfa af sjónarsviðinu. Hún heldur áfram að kaupa vörur sínar í on Marché, ávallt íklædd svörtu látlausu kápunni sinni. Hver verður niðurstaðan? hver leyndardómurinn við þessa persónu, sem svo erfitt er að nálgast, að hún á sér ef til vill engan líka? Ég held, að eftirfarandi skilgreining sé rétt. Hún fyrirlítur óreglusemi, virð- ingarleysi, það sem er ósæmilegt, ruddalegt og ósmekklegt, hún er hefðarfrú fram í fingurgóma. Þrátt fyrir hina rólegu og hlédrægu lifn- aðarhætti sína, þá hefur hún áhrif á París og fyrirfólk Parísarborgar, sem getur orðið viðvarandi. Þegar maður virðir fyrir sér leiksvið Parísar, þá er það þess virði að veita því athygli, að hið öfgakennda hefur að verulegu leyti farið rénandi. Dansmeyjar næt- urklúbbanna, eru ekki eins fáklædd- ar, leikhúsin ekki eins opinská og kvikmyndirnar eru ekki eins hneiksl- anlegar. Frú de Gaulle hefur ekki opinberlega reynt að setja hömlur á hið heimsfræga næturlíf Parísar. Þess gerist heldur ekki þörf. Það er á allra vitorði, að Frakklandi er stjórnað af sérlega heilsteyptum og trúuðum manni, sem hefur sér við hlið konu, gædda öllum þessum sömu dyggðum og auðvitað er franska lýðveldið orðið íhugulla af áhrifum þeirra. Lítið atvik, sem átti sér stað eftir fyrstu siglingu Atlantshafsskipsins „La France’s“ gefur til kynna, að gagnkvæm tillitssemi þeirra er ó- breytt, eftir fjörutíu ára sambúð. De Gaulle sat og vann við skrif- borðið sitt, eins og venjulega, þegar honum var tilkynnt, að frú de Gaulle væri á heimleið frá Calais með flug- vél, eftir að vera stigin af skipinu. De Gaulle brosti og lagði pennann frá sér, kvaddi um stund heims- vandamálin og sendi svohljóðandi skeyti: „Snæddu ekki í vélinni, ég bíð.“ Heiðarleiki hans var á svo háu stigi, að hann vildi ekki færa sér í nyt fjármuni skattgreiðendanna í ferð, sem aðeins var sprottin af rómantískum hvötum, og lét lög- regluvakt sína ekkert vita, heldur ók eins og óbreyttur út til flugvallar- ins, þar sem hann settist og beið, til þess að gleðja konu sína. Síðan óku þau heim til miðdegisverðar. * Menn sem eru á valdi áfengis- nautnar, viðurkenna að hún sé þeim hættuleg, en geta samt ekki losað sig undan oki hennar. Þannig er og af- staða margra til ástarinnar. Madame de Puisieux. FRÚIN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.