Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 29
Það er ekki ólíklegt, að Elísabetu
Englandsdrottningu verði stundum
hugsað til formóður sinnar Viktoríu
drottningar um þessar mundir.
Sennilega langar hana líka til að
vitna til hins fræga svars Viktoríu,
þegar einhver dirfðist að segja dálít-
ið dónalega sögu í viðurvist hennar
hátignar: Þetta skemmtir oss ekki.
Nei, — Elísabetu drottningu er
vægast sagt ekki skemmt. Hún hefur
ekki sézt jafn þungbrýn og bitur á
svip eins og við brúðkaup systur
sinnar, fyrr en nú við veitingu sokka-
bandsorðunnar. Sú athöfn fór fram
þegar Profumohneykslið hafði náð
hámarki sínu. Og hver er söguhetjan
í þessu heimsfræga hneykslismáli?
Það er ung stúlka. Hver er Christine
Keeler? Hvernig varð hún sú
persóna, sem hún er í
dag? Og hvernig
gat þessi fremur lítilfjörlega stúlku-
kind komið af stað svo miklu
hneyksli, að slíks eru varla dæmi nú
á tímum — helzt mætti líkja því við
hneykslið, þegar hin framkvæmda-
sama frú Simpson svipti enskan kon-
ung krúnunni og gerði hann að her-
coga af Windsor.
Christine fæddist fyrir 21 ári, í
enska smábænum Wraysbury. í
æsku bjó hún með móður sinni í
ónýtum járnbrautarvagni. Faðirinn
var í fangelsi. Það er skiljanlegt, að
Christine fýsti fljótlega að komast
burt frá slíku heimili. Hún hélt til
London, þar sem hún lærði fljótt að
nota sér möguleika stórborgarinnar.
Sagt er, að hún hafi ekki verið meira
en tólf ára gömul, þegar hún var
orðin alveg ómótstæðileg. Christine
er rauðhærð, ekki sérlega vel gefin,
og brátt þurfti hún engar áhyggjur
að hafa af því, hvernig hún ætti að
komast af.
Lögaldur í Englandi miðast við
fimmtán ár. Christine fór vel með
tímann. Hún var ekki nema fimmtán
ára, þegar hana var að finna í
skuggalegasta hluta Soho-hverf-
isins. Þar hélt hún inn á
menntabraut,
sma
undir
leiðsögn
spánsks
landshornaflakkara, sem sá, að stúlk-
an gæti átt framtíð á vínbörum. litlum
fjölleikahúsum og ódýrum skemmti-
stöðum, Næsta skref Christine var
náin kynni hennar af bandarískri
herstöð. Sautján ára gömul eignaðist
hún barn með óþekktum Ameríkana.
Bariiið dó stuttu eftir fæðingu. Síðan
lifði Christine nokkur stormasöm ár
í undirheimum Lundúnaborgar, í
heimi ástríðna og vopnaviðskipta.
En það er trúlegt, að ástríður Christ-
ine hafi fremur beinzt að tekjum
„verndara" sinna, en þeim sjálfum.
Hér með gæti skýrslunni um stúlk-
una frá járnbrautarvagninum hafa
verið lokið. Framhaldið hefði verið
raunaleg frásaga um hnignun áranna
og gröf í fátækrakirkjugarðinum.
En hér varð annað upp á teningnum:
tekjur, (sem ensku blöðin greiddu
Christine fyrir uppljóstranir sínar),
kvikmyndasamningur, heilsíðufregn-
ir í blöðum út um allan heim, — í
stytztu máli: Christine er ein hinna
útvöldu. Og móðir hennar hefur lýst
yfir því, að hún sé hreykin af frægð-
arferli dóttur sinnar.
Allt þetta hófst fyrir tveimur ár-
um. Þá kom eins konar Higgins próf-
essor inn í líf Christine. Þessi Higg-
ins hennar heitir Stephan Ward og
er fjöritíu og þriggja ára gamall.
Ward er þekktur yfirstéttarlæknir,
beinasérfræðingur. Meðal sjúklinga
hans teljast Winston Churchill, Elisa-
beth Taylor og ríkasti maður heims,
Paul Getty. En Ward lætur
sér ekki nægja að lækna sjúkl-
honan sewn enyinn
staðist -
FRUlN
29