Frúin - 01.06.1963, Qupperneq 39

Frúin - 01.06.1963, Qupperneq 39
SVÐSUOSI „Bros hennar lýsir allri þjóðinni“ — segja íbúar Thailands um drottningu sína. Faðir hennar skírði hana „Sirikit“ ,— sem þýðir „fegurð og tign“. Engum gæti þetta nafn hæft betur en þessari konu, sem er ímynd austur- lenzkrar prinsessu. Konungur Jórdaníu giftist enskri liðsfor- ingjadóttur, þvert ofan í mótmæli Araba, vegna þess að hann varð ástfanginn af henni. Eftir að Tony Gardener hafði alið þjóðinni ríkisarfa fékk hún prinsessutitil og hlaut nafnið Moona. Hussein konungur hefur ekki iðrast makavals síns. Clara Pontoppidan Framh. af bls. 20. hann hélt fast í. Það var Methling, sem lá uppi á klettabrúninni og tog- aði á móti af alefli. Það gengur kraftaverki næst, að allt skyldi ganga svona vel hjá okkur Methling. Hann varð einnig að síga niður í gljúfrið, eins og- ég. Einu sinni fórum við á fætur kl. 3 um nóttina, borðuðum og riðum svo í næstum 6 klst., þar til við kom- um í dal einn, og er það fegursti dal- ur, sem ég hef séð, hreinasta paradís. Þarna tókum við mikið af myndum, í góðu veðri, aldrei þessu vant, og komum heim aftur klukkan 3 næsta morgun. Þennan óreglulega vinnu- tíma höfðum við stöðugt. En mikið óttalega urðum við samt leið öll á þessu frumstæða lífi. Um fólkið á bænum hef ég ekkert nema það allra bezta að segja. Á meðan við bjuggum þarna, flutti allur hóp- urinn sig upp á loft, og bjó saman við mikil þrengsli, til þess að við gætum fengið stofurnar. Þau léku á harmoniku og dönsuðu heilu kvöldin þarna uppi, og á hverjum morgni frá kl. 3—4, mátti heyra unga fólkið syngja í eldhúsinu. Ég heyrði bezt til þeirra, því að herbergið mitt var við hliðina á eldhúsinu. Þar lá ég undir stóru, þungu sænginni og las í hundraðasta skipti þessi 4—5 bréf, ,sem komizt höfðu til mín alla þessa löngu leið, og með undirleik hinna þýðu og oft þunglyndu tóna, lá ég þarna og skrifaði bréf til móður minn- ar og mannsins míns. Ég skrifaði, að ég saknaði þeirra. Öll bréfin mín snerust um það Svo var ég sífellt að láta mig dreyma um rósir í bréf- unum. Ég veit ekki hvers vegna, en ég var alveg að deyja úr þrá eftir rósum. Það var mikill og yndisleg- ur gróður þarna á íslandi, en hann var lágur, eins og í öllu fjallalands- lagi, þar sem uxu þúsundir örsmárra, fagurra blóma, sem ég alls ekki þekkti. En ilmandi rós á grein, — það var mér tákn hins danska sum- ars, tákn þess, sem ég 'hafði yfirgef- ið, danska sumarsins, garðsins míns, mannsins míns. * FRÚIN 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.