Frúin - 01.06.1963, Qupperneq 52

Frúin - 01.06.1963, Qupperneq 52
Spænska söngstjarnan Raquel Meller í einu af lilutverkum sínum. Mynd- in var tekin á þeim tíma, þegar hún benti frönskum yfirvöldiun á, að Mata Hari ætlaði að skreppa til Frakklands frá Spáni. Sjálfsmorð hennar vegna. En þegar styrjöldin var á enda, sneri hún aftur til lífsins og hóf fer- il sinn á nýjan leik. Þó var einhver breyting orðin á henni, að var eitt- hvað tryllt og dýrslegt yfir henni, og nú vann hún ekki aðeins sigra á leik- og söngsviðinu, heldur einnig í mörgum þöglum kvikmyndum, sem hún lék í, en hin helzta þeirra var Carmen. Sagt var um hana, að hún lifði á kampavni og blóði, og það má til sanns vegar færa. Hún sökkti sér svo ofan í skemmt- analífið og nætursvall, að hún varð. fræg fyrir, og kalla menn þó í heims- borgunum ekki allt ömmu sína í því efni. En hvað blóðið snertir, þá var það satt að því leyti, að allmarg- ir ungir menn, er urðu svo ástsjúk- ir af að sjá hana, að þeir gátu ekki lif- að án þess að njóta ástar hennar, skutu sig fyrir framan dyrnar á bún- ingsherbergi hennar, er hún hafði leikið sér dálítið að þeim og varpað þeim síðan fyrir borð. En við þetta varð hún aðeins eftir- sóknarverðari í augum ýmissa karl- manna, og áheyrendur á ýmsum stöðum urðu enn áfjáðari 1 að taka við fjólum þeim, sem hún dreifði meðan hún söng La Violettera. Síðustu fjólurnar voru fölnaðar. En það átti ekki fyrir henni að liggja að fá að gleyma Mata Hari. Öldungadeildarþingmaður nokkur á Spáni, Emilo Junoy að nafni, sem verið hafði einn síðasti elskhugi njósnarans og komið sér í samband við hana, meðan hún sat í fangelsi hjá Frökkum, bar það opinberlega á Raquel Meller árið 1925, að hún hefði átt sök á því, að Mata Hari var tekin af lífi. Ásökun þessi var þögguð niður, en hún hæfði samt Raquel Meller í hjartastað. Hún hætti við allar söng- skemmtanir, sem samið hafði verið um, og hélt til Rómaborgar til að leita heimildar til skrifta fyrir páfa sjálfum. Hún gerði auk þess árang- urslausar tilraunir til að ganga í ýmis þekkt klaustur, og loks dró hún sig í hlé í sumarbústað í Ville-France-sur-mer við Rivieru- strönd Frakklands, þar sem hún lifði sem einbúi. En þegar fé hennar var á þrotum, sneri hún þó aftur til leikhússins — fyrst árið 1929 — og vakti þá mikla athygli í söngleikahúsinu Palace, sem þá var mjög sótt, og síðan að end- ingu árið 1942, þegar Þjóðverjar höfðu lagt Frakkland undir sig. En þá skrifuðu blöðin um hana, að fjólurnar hennar væru óneitanlega farnar að fölna dálítið. Þá dró hún sig öðru sinni í hlé, og í það skiptið hélt hún til Barcelona, þar sem menn gátu séð þessa litlu, grönnu konu halda út á markaðs- torgið á hverjum morgni til að kaupa sér fjólur, því að þær sveik hún aldrei. Þettg gerði hún á hverjum degi, unz hún var lögð í sjúkrahúsið, þar sem hún andaðist fyrir nokkr- um vikum. V Umráð þjóðfélagsins eru í hönd- um stjórnmálamanna, sem leita að valdi, en ekki að djúphyggjumönn- um, sem leita að vizku og þekkingu. ♦ Gamlar götur eru gleggstar að rata. En viljir þú verða eitthvað, þá verðurðu að fara eigin slóðir. ♦ Ekkert getur gert mann eins og hugsanir þess, sem þorir að hugsa. ♦ Trúmaður og kirkjumaður eru tvennt ólíkt. ♦ Mælt er, að hvalir geti lifað í 1000 ár. ♦ Sannir mannvinir líta oftast nær þreytulega út. 52 FRÚIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.