Frúin - 01.06.1963, Side 57

Frúin - 01.06.1963, Side 57
GÓÐIR VINIR Við sjáum hér dálítið óvenjulegar myndir. Það er ekki venjulegt að kettir séu vinir smáfuglanna. Þessi páfagaukur hefur sannað að engin regla er án undantekningar og að í náttúrunnar ríki gerast hinir ótrúlegustu hlutir. BLÁIR safírar af bAðum KYNJUM. í ýmsum erlendum tungum eru safírsteinar ýmist karlkyns eða kvenkyns. Það eru leifar frá fornum tímum, þegar dökkbláir safírar töld- ust karlkyns en ljósbláir kvenkyns. Sagnir herma hins vegar ekki, hvaða kynferði hafi verið á grænum, fjólu- bláum, gulum og hvítum safírum, en þó má geta þess um þá tvo síðast töldu, að þeir eru mjög sjaldgæfir, enda sjást þeir naumast öðruvísi en tilbúnir af manna höndum. Safírinn hefur mikið verið notað- ur sem verndargripur, af því að hann getur að sögn varðveitt gleði og æsku líkamans, varið hann fyrir sjúkdómum, svikum og illu umtali, jafnframt því sem hann hefur aukið vizku eigendans, göfgi og hreinleika. Það var einkum síðast taldi eiginleik- inn, sem gerði að verkum, að safírar voru mjög eftirsóttir í biskupshringi. Einhver fegursti litlausi safír, sem menn þekkja, er í Hope-safninu í London, en í kórónu Danakonungs eru einnig tveir stórir og fallegir, bláir safírar. Sá safír, sem á sér- kennilegasta sögu að baki, er hins vegar geymdur í South KensinSton- safninu í London. Hann var á 18, öld eign pólsks greifa, de Walicki að nafni, og var notaður, þegar menn vildu ganga úr skugga um tryggð kvenna eða ótryggð. Steinninn hefur nefnilega þann sjaldgæfa eiginleika, að djúpblár litur hans, sem greinir sig frá öðrum litum fagurra safíra í dagsbirtu, breytist í gerviljósi, svo að hann verður amethyst-fjólublár. Eigandi steinsins, sem vissi mæta- vel um þenna eiginleika hans, kunni til hlítar að nota hann við „dyggða- próf“. Vildi hann færa sönnur á, að ástmey hans væri honum trú, leyfði hann henni að bera safírinn nokkr- ar stundir við dagsbirtu, en óskaði hann hins vegar eftir sönnun fyrir ótryggð hennar, var hún látin bera steininn, þegar degi tók að halla og kvöldið gekk í garð, en á þeim tíma varð litarbreytingin. Maðurinn sá var þess vegna alltaf öruggur um, að prófið mundi fara eins og hann ósk- aði. Annars er alltaf hægt að finna safíra, sem fá á sig fjólubláan blæ í rafmagnsljósi. Það á einkum við um safíra frá Ceylon, sem sýna þessa tilhneigingu, en þeir eru ekki síður fagrir fyrir það. FRÚIN 57

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.