Stígandi - 01.07.1943, Side 41

Stígandi - 01.07.1943, Side 41
STÍGANDI FJOLL OG FIRNINDI 31 anum — á öllum aldri — fara saman fjöll og fénaður. Hvergi verður svo fæti stigið á gróin fjöll og heiðar né afréttir hins byggða bóls, að eigi séu þar rásandi hjarðir á beit, eða þá ein- rænar fjalla-fálur á efstu grösum. En inni undir jöklum eru efstu öræfin auð og tóm mestan hluta árs, síðan hreindýrunum var eytt, sums staðar að fullu, illu heilli! En þar, sem þau eru enn við lýði, eru þau hin mesta öræfaprýði, sem augu vor fá litið, og gætu orðið landsmönnum til ómetanlegs gagns, væri vel á haldið og réttilega.--- Nú eru villt hreindýr hvergi til hér á landi nema lítil hjörð á Vestur-öræfum. En það eru heiðalöndin fyrir botni Fljótsdals- héraðs og Jökuldals, vestan Snæfells og sunnan og niður að Jökulsá á Dal, inn undir brúnir Eyjabakkajökuls og Brúarjök- uls og út að daladrögum Hrafnkelsdals. Hafði hjörð þessari farið hríðfækkandi ár frá ári, unz dýrin voru alfriðuð haustið 1939 og skipaður eftirlitsmaður þeirra vorið eftir. Hefir þeim Photo: Edvard Sigurgcirsson.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.