Stígandi - 01.10.1943, Side 5

Stígandi - 01.10.1943, Side 5
STIGANDl Október—desember 1943 -I. ár. 2. hefti SVERRIR ÁSKELSSON: SIGLUFJÖRÐUR Siglufjörður! Siglufjörður! Rísa há mót heiði bláu hrikafjöll þín yfir sæ. Hvassar brúnir, brattir tindar, björg og skriður, gil og rindar, — vættir lands í virki gráu — vaka yfir þessum bæ. Siglufjörður! Siglufjörður! Svellur heitt í faðmi þínum órótt blóð hins unga manns. Þú átt flest af framavonum, fögrum dætrum, hraustum sonum, æfintýrum, ást og vínum, — öllu því, sem freistar hans. Siglufjörður! Siglufjörður! Hér er fólk á öllum aldri, ýmsum stöðum landsins frá. Gróðalöngun suma seiðir, suma basl og fátækt neyðir. Eins og knúnir einum galdri, allir vilja hingað ná.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.