Stígandi - 01.10.1943, Side 6

Stígandi - 01.10.1943, Side 6
68 SIGLUFJÖRÐUR STÍGANDI Siglufjörður! Sigluíjörður! Hlýtt og kyrrlátt kvöld. í bænum kvikar lífið heitt og ungt. Síldin veður fram á firði, — fleiri þúsund króna virði. — Ótal skip á skyggndum sænum skríða' að landi hlaðin þungt. Siglufjörður! Siglufjörður! Skipin harðar hendur losa hvert af öðru. Svo í röð tóm á ný til hafs þau halda, — hefja leik við bárufalda. — Svo í Ijóma sólskins-brosa söltun hefst á hverri stöð. Siglufjörður! Siglufjörður! Sólin rís og sólin hnígur. Nú er unnið nótt og dag. Hér er slægt og hér er kverkað, hausskorið og matésverkað, saltað, kryddað. Sífellt stígur svikul von um bættan hag. Siglufjörður! Siglufjörður! Sumri tekur nú að halla. Burtu síldarfólkið flýr. Tindar líni fanna falda, fölnar land, en þyngist alda. Hamravættum hárra fjalla hátíð Vetur kóngur býr. Siglufjörður! Siglufjörður! Þú ert ímynd ungra vona, okkar þjóð sem tæknin gaf. Hræsnarinn má hrista kollinn, hugsa það sem vill um sollinn. Þú ert lífæð landsins sona. Lif þú heill við yzta haf!

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.