Stígandi - 01.10.1943, Side 10

Stígandi - 01.10.1943, Side 10
72 GRÓIÐ LAND STÍGANDI Ein blómplanta vex í sjó við ísland. Heitir hún marhálmur. Vex hann á leirbotni einkum í hlýja snjónum við vesturströnd landsins. Voru þar víða fyrri víðar flesjur á mararhotni vaxnar ið- grænum marhálmi. En fyrir nokkrum árum hvarf hann að mestu eða öllu. Sama gerðist þá nokkru fyrr við strendur Evrópu, og olli því sjúkdómur í plöntunni. Aldrei hefir það verið fullsannað, að sami sjúkdómur liafi orðið íslenzka marhálminum að fjör- tjóni, en líkur allar henda í þá átt. Þá verður strandgróðurinn næstur fyrir oss. A strandlengjunni næst sjónum er að öllum jafnaði sérkennilegur gróður. Fremur er gróðurlendi þetta fáskrúðugt, og mun því valda, að selta er í jarðvegi, en liana þola fáar tegundir. Þurfa saltjurtirnar að vera búnar líkum varnartækjum og plöntur þær, er vaxa á söndum og eyðimörkum. Helztu tegundirriar í fjörusandinum eru fjöruarfi með hvítum ósjálegum hlómum, hrimblaðka með rauðum hlóm- um, og öll plantan oftast rauðmenguð, og blálilja með fagur- bláum blómum. Sunnan- og vestanlands er strandkál oft algeng- asta tegundin, og er fjaran þá oft hvít tilsýndar af hlómum þess. Allar þessar tegundir eru með þykkum, safaríkum blöðum, sem eru hládöggvuð af þunnu vaxlagi. A hrímhlöðkunni stirnir oft í smákristalla. Ymsar aði'ar tegundir finnast í fjörunni, einkum ef hún er grýtt, helztar þeirra eru tágamura, með gulu blónti og silfurgráum blöðum, kattartunga og skarfakál. Annars eru aðal- heimkynni skarfakáls í eyjum og klettum, þar sem fuglavarp er. Eru þar oft stórar, hvítar breiður af því, meðan það er í blómi. En skarfakál er, sem kunnugt er, gersemisjurt til manneldis að dómi heilsufræðinga. Þá vaxa oft hvannir, burn og annað hlómgresi í fuglabjörgum. A lágum, votlendum strandræmum, sem sjór gengur yfir í flóðum, eru stórar, þéttvaxnar hreiður af sjávarfitjung, venjuleg- ast mjög lágvöxnu grasi, skriðlíngresi, bjúgstör, stjörnuarfa og kattartungu. Kallast gróðurhverfi þetta fitjagróður og mun það víðlendast við Faxaflóa og Hornafjörð, en finnst víðast við strend- ur landsins, þótt í smærri stíl sé. I flóum og tjarnasíkjum við fitj- arnar eru oft ljósgular breiður af lóung, starartegund, sem þó hefir eigi fundizt nema í nokkrum landshlutum. Tæpast verður rakinn nokkur beinn skyldleiki milli strand- gróðursins og annarra gróðurlenda, sém lýst verður hér á eftir, og er þeim raðað eftir rakastigi jarðvegsins. Fyrst verður þá vatna-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.