Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 10

Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 10
72 GRÓIÐ LAND STÍGANDI Ein blómplanta vex í sjó við ísland. Heitir hún marhálmur. Vex hann á leirbotni einkum í hlýja snjónum við vesturströnd landsins. Voru þar víða fyrri víðar flesjur á mararhotni vaxnar ið- grænum marhálmi. En fyrir nokkrum árum hvarf hann að mestu eða öllu. Sama gerðist þá nokkru fyrr við strendur Evrópu, og olli því sjúkdómur í plöntunni. Aldrei hefir það verið fullsannað, að sami sjúkdómur liafi orðið íslenzka marhálminum að fjör- tjóni, en líkur allar henda í þá átt. Þá verður strandgróðurinn næstur fyrir oss. A strandlengjunni næst sjónum er að öllum jafnaði sérkennilegur gróður. Fremur er gróðurlendi þetta fáskrúðugt, og mun því valda, að selta er í jarðvegi, en liana þola fáar tegundir. Þurfa saltjurtirnar að vera búnar líkum varnartækjum og plöntur þær, er vaxa á söndum og eyðimörkum. Helztu tegundirriar í fjörusandinum eru fjöruarfi með hvítum ósjálegum hlómum, hrimblaðka með rauðum hlóm- um, og öll plantan oftast rauðmenguð, og blálilja með fagur- bláum blómum. Sunnan- og vestanlands er strandkál oft algeng- asta tegundin, og er fjaran þá oft hvít tilsýndar af hlómum þess. Allar þessar tegundir eru með þykkum, safaríkum blöðum, sem eru hládöggvuð af þunnu vaxlagi. A hrímhlöðkunni stirnir oft í smákristalla. Ymsar aði'ar tegundir finnast í fjörunni, einkum ef hún er grýtt, helztar þeirra eru tágamura, með gulu blónti og silfurgráum blöðum, kattartunga og skarfakál. Annars eru aðal- heimkynni skarfakáls í eyjum og klettum, þar sem fuglavarp er. Eru þar oft stórar, hvítar breiður af því, meðan það er í blómi. En skarfakál er, sem kunnugt er, gersemisjurt til manneldis að dómi heilsufræðinga. Þá vaxa oft hvannir, burn og annað hlómgresi í fuglabjörgum. A lágum, votlendum strandræmum, sem sjór gengur yfir í flóðum, eru stórar, þéttvaxnar hreiður af sjávarfitjung, venjuleg- ast mjög lágvöxnu grasi, skriðlíngresi, bjúgstör, stjörnuarfa og kattartungu. Kallast gróðurhverfi þetta fitjagróður og mun það víðlendast við Faxaflóa og Hornafjörð, en finnst víðast við strend- ur landsins, þótt í smærri stíl sé. I flóum og tjarnasíkjum við fitj- arnar eru oft ljósgular breiður af lóung, starartegund, sem þó hefir eigi fundizt nema í nokkrum landshlutum. Tæpast verður rakinn nokkur beinn skyldleiki milli strand- gróðursins og annarra gróðurlenda, sém lýst verður hér á eftir, og er þeim raðað eftir rakastigi jarðvegsins. Fyrst verður þá vatna-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.