Stígandi - 01.10.1943, Síða 15
STÍGANDI
GRÓIÐ LAND
77
neðanverðra lilíða. Snjór liggur oft alllengi á valllendi. Tegundir
þess eru margar, og meira ber þar á suðlægum tegundum en norð-
lægum.
Enda þótt valllendið í heild séð sé fjölskrúðugt, þá er það samt
svo, að á einstökum svæðum þess drottna ein eða tvær tegundir.
Þannig þekkjum vér snarrótar- eða puntgrundir á grónum skrið-
um, oft fjólubláar á að sjá, þegar punturinn er í blóma. Língresis-
lautir eru oft um neðanverðar hlíðar, þar sem jarðvegur er frjór
og rakur, og /mnungíbrekkur og bollar eru hvarvetna til fjalla og
jafnvel á láglendi líka. einkum í útsveitum. A bökkum meðfram
ám er oft eins konar valllendi, en þar er oft smávaxinn viðir eða
mýrelfting drottnandi, en í grunnum drögum eru miklar breiður
af umfeðmingi með fagurbláum blómklösum.
Túnin eru tilbúið valllendi. Þar vaxa þær tegundir, sem lilynnt
er að með ræktun, og ef grasrækt vor væri í fullu lagi, yxu þar
ekki aðrar tegundir en þær, sem verðmestar væru til fóðurs og
mesta gæfu uppskeruna. I þá áttina má og segja að stefnt sé með
hinum beztu sáðsléttum. En í gömlu túnunum hefir náttúran
að rniklu leyti verið látin sjálfráð, enda vaxa þar oft margar teg-
undir og misjafnar að gæðum. Helztu innlendu túngrösin eru
snarrótarpuntur, liálingresi, túnvingull og vallarsveifgras. Þá vex
og smári víða í túnum, en minna þó en skyldi sakir fóðurgæða
hans. Um túngrösin má það segja í einu orði, að þau eru þurftar-
frekar tegundir um lífsins gæði. Þær þurfa frjóan jarðveg, liæfileg-
an raka og friðun. Hvergi sést betur samkeppni tegundanna um
landið en þegar misfella verður á ræktun túnanna. Túngrösin
hverfa þá oft undrafljótt, en óræktargróður kemur í þeirra stað.
í votlendinu ber stundum mikið á jurtum með litfögrum
blómum. Alkunnugt er, hversu túnin „loga oft í fíflum og sóleyj-
um“ eða eru rauðflekkótt af vallarsúru. Þegar svo mikið er af
blómjurtum, er oft skammt milli valllendisins og gróðurlendis
þess, er blómlendi eða jurtastóð kallast. Mestum þroska nær blóm-
lendið þó í hvömmum, hlíðadældum og hraungjótum, þar sem
jarðvegur er liæfilega rakur og frjór, vel er skýlt og snjóþungi
nokkur á vetrum. Fögur blómstóð eru og oft í fuglabjörum og
varphólmum, þar sem fugladritið frjóvgar jarðveginn. Helztu teg-
undir blómlendisins auk fífla og sóleyja eru: blágresi, mjaðjurt,
hrútaberjagras, maríustakkur og burn. Af grösum má nefna
runnasveifgras og túnvingul. Sunnanlands er garðabrúða áber-
andi í blómlendinu, og í eyjum og hólmum Mývatns eru gular