Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 15

Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 15
STÍGANDI GRÓIÐ LAND 77 neðanverðra lilíða. Snjór liggur oft alllengi á valllendi. Tegundir þess eru margar, og meira ber þar á suðlægum tegundum en norð- lægum. Enda þótt valllendið í heild séð sé fjölskrúðugt, þá er það samt svo, að á einstökum svæðum þess drottna ein eða tvær tegundir. Þannig þekkjum vér snarrótar- eða puntgrundir á grónum skrið- um, oft fjólubláar á að sjá, þegar punturinn er í blóma. Língresis- lautir eru oft um neðanverðar hlíðar, þar sem jarðvegur er frjór og rakur, og /mnungíbrekkur og bollar eru hvarvetna til fjalla og jafnvel á láglendi líka. einkum í útsveitum. A bökkum meðfram ám er oft eins konar valllendi, en þar er oft smávaxinn viðir eða mýrelfting drottnandi, en í grunnum drögum eru miklar breiður af umfeðmingi með fagurbláum blómklösum. Túnin eru tilbúið valllendi. Þar vaxa þær tegundir, sem lilynnt er að með ræktun, og ef grasrækt vor væri í fullu lagi, yxu þar ekki aðrar tegundir en þær, sem verðmestar væru til fóðurs og mesta gæfu uppskeruna. I þá áttina má og segja að stefnt sé með hinum beztu sáðsléttum. En í gömlu túnunum hefir náttúran að rniklu leyti verið látin sjálfráð, enda vaxa þar oft margar teg- undir og misjafnar að gæðum. Helztu innlendu túngrösin eru snarrótarpuntur, liálingresi, túnvingull og vallarsveifgras. Þá vex og smári víða í túnum, en minna þó en skyldi sakir fóðurgæða hans. Um túngrösin má það segja í einu orði, að þau eru þurftar- frekar tegundir um lífsins gæði. Þær þurfa frjóan jarðveg, liæfileg- an raka og friðun. Hvergi sést betur samkeppni tegundanna um landið en þegar misfella verður á ræktun túnanna. Túngrösin hverfa þá oft undrafljótt, en óræktargróður kemur í þeirra stað. í votlendinu ber stundum mikið á jurtum með litfögrum blómum. Alkunnugt er, hversu túnin „loga oft í fíflum og sóleyj- um“ eða eru rauðflekkótt af vallarsúru. Þegar svo mikið er af blómjurtum, er oft skammt milli valllendisins og gróðurlendis þess, er blómlendi eða jurtastóð kallast. Mestum þroska nær blóm- lendið þó í hvömmum, hlíðadældum og hraungjótum, þar sem jarðvegur er liæfilega rakur og frjór, vel er skýlt og snjóþungi nokkur á vetrum. Fögur blómstóð eru og oft í fuglabjörum og varphólmum, þar sem fugladritið frjóvgar jarðveginn. Helztu teg- undir blómlendisins auk fífla og sóleyja eru: blágresi, mjaðjurt, hrútaberjagras, maríustakkur og burn. Af grösum má nefna runnasveifgras og túnvingul. Sunnanlands er garðabrúða áber- andi í blómlendinu, og í eyjum og hólmum Mývatns eru gular
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.