Stígandi - 01.10.1943, Síða 16

Stígandi - 01.10.1943, Síða 16
78 GRÓIÐ LAND STÍGANDI breiður af Aronsvendi. Þá eru hvanriir mjög oft í blómlendi einkum í fuglabjörgum og hvömmum og gildrögum til fjalla. Sjaldan nær blómlendið nema yfir lítið svæði. Langflestar teg- undir þess eru af suðrænum uppruna. Náskylt gróðurlendi blómstóðinu eru snjódœldirnar. í raun réttri má telja flest blómlendi til snjódældagróðurs, því að venju- lega er allsnjóþungt þar. En þegar snjórinn tekur að liggja svo langt fram á sumarið, að ekki leysir úr dældunum, fyrr en allur gróður umhverfis er kominn í blóma, þá fækkar mjög tegundum snjódældanna, og verða þar ekki eftir nema fáar harðgerðar heim- skautaplöntur. Helztar þeirra eru grasvíðir, grámulla, stinnastör, fjalladúimrt og klukkublóm. Þar sem snjórinn liggur lengst, er enginn blómplöntugróður, en svörðurinn þakinn hélugrárri hálf- mosaskorpu. Slíkt sést þó ekki nema til fjalla. í grunnum snjó- dældum um neðanverðar hlíðar og jafnvel á láglendi er aðalblá- berjalyng oft drottnandi tegund. Skógurinn eða kjarrið, sem hann oftast er réttast nefndur hér á landi, mætti kallast kóróna sköpunarverks gróðurlendanna hér. Er það hvort tveggja, að hann er hávaxnastur, og víða hefir skóg- lendið verið lokaþátturinn í starfi gróðursins að klæða landið. Skógur vex naumast nema þar, sem gróðri eru sköpuð góð skil- yrði skjóls og friðunar ásanrt hæfilegum raka. Sé þessum skilyrð- um fullnægt, virðist björkin, sem er eina skógartréð hér á landi, ekki vera kröfuhörð um jarðveginn. En innan um kjarrskógana eru víða reyniviðir á strjálingi. Mest mun vera um þá í vestfirzku kjörrunum. Aldrei skapast þó samfellt reynikjarr, en allstórir reynilundir finnast þó smns staðar. Hins vegar skapar gulviðir oft fagurt kjarr, einkum á vatnabökkum og hólmum, þar sem raki er í jörð. Að vísu eru það trjen eða runnarnir, sem einkenna skóglendið, en fleira vex þó í skógunum en trjágróðurinn einn. Kjamð er hér víða svo þétt, að torfært er um það. Kræklóttar hríslumar grípa með greinum sínum hver í aðra svo fast, að þær sleppa ekki tökum, nema fast sé í þær gripið. En allt um þetta er skógsvörð- urinn víðast algróinn. Allmisjafnt er þó gróðri þeim háttað. Þar sem þurrlent er og kjarrið gisið, svo að lítt ber skugga á skóg- svörðinn, er enginn verulegur munur á gróðri hans og venjulegu mólendi, nema sortulyng er Jrar algengara. F.f kjarrið er þétt og skuggasælt, er gróður allur gisnari og lyngið grennlulegra og ljósara á lit en venja er til. Stundum Jrekur Jrá mosi mestan hluta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.