Stígandi - 01.10.1943, Page 22

Stígandi - 01.10.1943, Page 22
84 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI Það mætti því segja, að það eitt sé rétt mál, sem hlotið hefir þá viðurkenningu að vera rétt mál. Ég býst við, að mönnum þyki þetta loðin lífsregla, og það er vissulega rétt. En það er ekki mér að kenna. Þetta stafar af eðli málsins. Markalínan milli þess, sem er rétt mál og rangt, er óskýr. Þess vegna get ég ekki dregið hana skýra. Til þess að mál sé vandað, er nauðsynlegt, að það sé rétt, ekki aðeins framburður þess og beygingar, heldur og skipun orða í setningunni. Um framburðinn er það að segja, að hann er allmisjafn eftir landshlutum, eins og þegar hefir verið vikið að, en flestur þessi munur er þannig vaxinn, að segja má, að einn framburður eigi ekki meiri rétt á sér en annar. Það má því sneiða hjá öllum deilum um þau efni. Þó er eitt atriði, sem ekki má láta undir höfuð leggjast að minnast á, en það er hin svo- nefnda hljóðvilla. Hér á Akureyri mun hljóðvilla ekki vera tíð nema helzt meðal manna, sem flutzt hafa hingað úr öðrum byggðarlögum. Það er vafalaust mikið verk og erfitt að venja sig af hljóðvillunni, en þeim, sem villunni eru ofurseldir og vilja losna úr henni, er vart annað ráð gefandi en venja fyrst eyrað við mismun þeirra hljóða, er til greina koma, og nema síðan af bókum eða viðræðum við aðra menn, hvar hvert hljóð á að vera. Þetta kostar mikið erfiði, en það er og mikill ljóður á ráði hvers manns að vera hljóðvilltur. Þá kem ég að röngum beygingum orða. Um þær er allmikið, og þær fara heldur í vöxt. Þarf í því sambandi ekki annað en minnast á orð eins og ær og kýr. Menn eru að vísu famir að vita, að þeir kunna ekki að beygja þessi orð, og það hefir það í för með sér, að þeir sneiða hjá þeim og nota í þeirra stað orðin rolla og belja. En þetta er mikil afturför. Allir hljóta að finna, hversu orðin ær og kýr eru miklu fallegri? Það, sem bætt getur úr í þessu efni, er ekkert annað en nám. Menn verða fyrst að gera sér ljóst, að þeir kunna ekki að beygja mörg algeng orð. Síðan verða þeir að ganga á röðina og læra beygingu þeirra, ekki aðeins til þess að geta þulið hana upp úr sér, þegar þeir eru spurðir um hana, heldur nota hana í dag- legu tali. Þetta kostar einnig mikið erfiði. En „enginn verður óbarinn biskup,“ eins og spaklegt, íslenzkt spakmæli segir. Þá kem ég loks að síðasta atriðinu, rangri setningagerð. Á þessu er nú tekið að brydda allmjög. Hefi ég bæði orðið þess var í stílum nemanda minna, dagblöðum, bókum ýmissa rithöfunda

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.