Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 22

Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 22
84 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI Það mætti því segja, að það eitt sé rétt mál, sem hlotið hefir þá viðurkenningu að vera rétt mál. Ég býst við, að mönnum þyki þetta loðin lífsregla, og það er vissulega rétt. En það er ekki mér að kenna. Þetta stafar af eðli málsins. Markalínan milli þess, sem er rétt mál og rangt, er óskýr. Þess vegna get ég ekki dregið hana skýra. Til þess að mál sé vandað, er nauðsynlegt, að það sé rétt, ekki aðeins framburður þess og beygingar, heldur og skipun orða í setningunni. Um framburðinn er það að segja, að hann er allmisjafn eftir landshlutum, eins og þegar hefir verið vikið að, en flestur þessi munur er þannig vaxinn, að segja má, að einn framburður eigi ekki meiri rétt á sér en annar. Það má því sneiða hjá öllum deilum um þau efni. Þó er eitt atriði, sem ekki má láta undir höfuð leggjast að minnast á, en það er hin svo- nefnda hljóðvilla. Hér á Akureyri mun hljóðvilla ekki vera tíð nema helzt meðal manna, sem flutzt hafa hingað úr öðrum byggðarlögum. Það er vafalaust mikið verk og erfitt að venja sig af hljóðvillunni, en þeim, sem villunni eru ofurseldir og vilja losna úr henni, er vart annað ráð gefandi en venja fyrst eyrað við mismun þeirra hljóða, er til greina koma, og nema síðan af bókum eða viðræðum við aðra menn, hvar hvert hljóð á að vera. Þetta kostar mikið erfiði, en það er og mikill ljóður á ráði hvers manns að vera hljóðvilltur. Þá kem ég að röngum beygingum orða. Um þær er allmikið, og þær fara heldur í vöxt. Þarf í því sambandi ekki annað en minnast á orð eins og ær og kýr. Menn eru að vísu famir að vita, að þeir kunna ekki að beygja þessi orð, og það hefir það í för með sér, að þeir sneiða hjá þeim og nota í þeirra stað orðin rolla og belja. En þetta er mikil afturför. Allir hljóta að finna, hversu orðin ær og kýr eru miklu fallegri? Það, sem bætt getur úr í þessu efni, er ekkert annað en nám. Menn verða fyrst að gera sér ljóst, að þeir kunna ekki að beygja mörg algeng orð. Síðan verða þeir að ganga á röðina og læra beygingu þeirra, ekki aðeins til þess að geta þulið hana upp úr sér, þegar þeir eru spurðir um hana, heldur nota hana í dag- legu tali. Þetta kostar einnig mikið erfiði. En „enginn verður óbarinn biskup,“ eins og spaklegt, íslenzkt spakmæli segir. Þá kem ég loks að síðasta atriðinu, rangri setningagerð. Á þessu er nú tekið að brydda allmjög. Hefi ég bæði orðið þess var í stílum nemanda minna, dagblöðum, bókum ýmissa rithöfunda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.