Stígandi - 01.10.1943, Page 27

Stígandi - 01.10.1943, Page 27
STÍGANDI UM MÁLVÖNDUN 89 betri og þjóðlegri bókmennta en nú tíðkast. Og í þessu sambandi vildi ég skjóta hér fram til vinsamlegrar athugunar foreldrum og barnakennurum, ef einhverjir skyldu lesa þetta, tillögu einni eða réttara sagt athugasemd. Ég skal að vísu taka það fram, að ég tel mig hafa lítið vit á barnakennslu. Ég hefi stundað hana að vísu einn vetur, en mér leiddist hún og fórst hún ekki eins vel úr hendi og mér þótti æskilegt. Þess vegna sagðist ég líka skjóta þessu fram til athugunar handa þeim, sem þar hafa meiri reynslu og bera því betra skynbragð á slík mál. Athugasemd mín er þessi: Er ekki ofmikið gert að því að láta börnin lesa barnabækur. Barnabækur eru ritaðar yfirleitt á léttu máli, og þetta hlýtur að hafa það í för með sér, að börnin læra ekki mikið í málinu við lestur þeirra. En mér skilst, að lestrar- kennslan eigi ekki aðeins að vera kennsla í lestri, heldur einnig kennsla í móðurmálinu. Ég veit, hverju mér verður svarað. Menn segja sem svo: Lesefni barna verður að miðast við þroska þeirra. En þá er hollt að minnast þess, að afar okkar og ömmur lærðu að stafa á Biblíunni eða Njálu, og þó að það þyki ef til vill ekki til fyrirmyndar nú á dögum, þá held ég, að þetta hafi verið gott. Það má að vísu ekki ofbjóða þroska barna eða kröft- um, en allur þroski verður til við átök, en nútíminn er værukær og hræddur við þau. En ég er sannfærður um, að þetta dekur við linkuna eða ómennskuna skapar ekki djarfa eða þroskaða kynslóð. Er þessi sægur barnabóka um litlu gulu hænuna og annað þess háttar, sem nú er dengt yfir þjóðina, ekki ein tegund þessa dekurs? En ég bið menn þess lengstra orða að taka þetta ekki sem gagnrýni. Þessu er aðeins skotið fram til umhugsunar. Eftir þennan útúrdúr vildi ég loks ljúka grein þessari með ör- fáum orðum. Við megum aldrei gleyma því, að við erum Islend- ingar. Með þessu á ég ekki við það, að við eigum að sýna þeim, sem af öðru þjóðerni eru, kala eða lítilsvirðingu. Ég trúi ekki á þá þjóðrækni, sem nærð er af hatri og kala hjartans. Ég trúi á gildi annars konar þjóðrækni, og ég skora á alla að stuðla að því með verkum sínum að efla þjóðlega, íslenzka menningu. En þessi verk verða að vera sprottin af ást, en ekki af hatri. En það, sem mér er hugstæðast og ég bið menn um fram allt að leggja rækt við, er íslenzk tunga. Við ættum að minnast þess, að á þessu fagra máli okkar eru skráðar miklar og merkilegar bókmenntir, svo merkar, að hvaða þjóð sem væri hefði verið hreykin af.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.