Stígandi - 01.10.1943, Page 29

Stígandi - 01.10.1943, Page 29
STÍGANDI HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON: Á FORNUM SLÓÐUM Leggur þunga lífsins strauma um loft og jörð og sæ. Svona fagra dagsins drauma dreymt mig hefir æ. Ljómar sól ó himni heiðum, heillar sérhvert lag. Framandi á fornum leiðum ferðast ég í dag. Sýnist allt í sömu skorðum, samt er eitthvað breytt. Var í leiki frjálsa forðum fögrum dögum eytt. Hérna liðu æskuárin, er mig hrifu mest. Hérna féllu tregatárin tíðast, þyngst og flest. Heimabyggðin hugann seiddi, hillti bernskulönd, þar sem tárum áður eyddi ylrík móðurhönd. Sóluroðnir hnjúkar háir hérna rísa enn. — Æskuvinir undursmáir orðnir vaxnir menn. Unaðsfögru æskulöndin augum blasa við. Sömu fjöll og sama ströndin, sömu hafsins mið.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.