Stígandi - 01.10.1943, Page 32

Stígandi - 01.10.1943, Page 32
94 VONBRIGÐI STÍGANDI ist ekki hafa neitt annað fyrir stafni en að ganga þrjátíu — og jafnvel fimmtíu sinnum aftur og fram um torgið, jafnt fyrri sem seinni liluta dagsins, hverju sem viðraði, stöðugt aleinn og stöð- ugt með sama kynlega látbragðið. Kvöldið, sem ég hefi í huga, hafði herhljómsveit haldið hljóm- leika. Ég sat við eitt af litlu borðunum, sem kaffihúsið „Florian“ slær upp langt úti á torginu, og er mannfjöldinn, sem til þessa hafði borið að í þungum straumum, tók aftur að dreifast í lok hljómleikanna, settist ókunnugi maðurinn við borð, er losnað hafði við hlið mér, og brosti annars hugar eins og ávallt. Tíminn leið, allt í kring varð æ kyrrara, og þegar voru öll borð víðs vegar orðin mannlaus. Aðeins maður og maður ráfaði fram hjá. Hátignarfriður hvíldi yfir torginu, himinninn var orðinn alsettur stjörnum, og hálfur máni skein yfir hinni skrautlegu og þó tilgerðarlegu framlilið Markúsarkirkjunnar. Ég sneri baki að þessum nýja granna mínum, las í dagblaði og var rétt í þann veginn að skilja hann einan eftir, þegar ég fann mig neyddan til að snúa mér til hálfs að honum, því að liann byrjaði skyndilega að tala, þótt ég til þessa hefði ekki heyrt hann hræra sig hið minnsta. „Er þetta í fyrsta skiptið, sem þér eruð í Feneyjum, herra minn?“ spurði hann á bjagaðri frönsku, og er ég reyndi að svara honum á ensku, hélt hann áfram nráli sínu á hreinni háþýzku. Hann talaði með lágri, rámri röddu, sem hann reyndi oft að gera hreinni með því að hósta lítið eitt. „Sjáið þér þetta allt í fyrsta sinn? Svarar veruleikinn eftirvænt- ingu yðar?----Tekur hann henni kannske meira að segja fram? — Ó, hafið þér ekki hugsað yður þetta dásamlegra? Er þetta satt? — Segið þér þetta ekki bara til að virðast hamingjusamur og öfundar verður? — ö!“ — Hann hallaði sér aftur á bak og virti mig fyrir sér með alveg óskýranlegum svip og deplaði augunum í sífellu. Nú hófst löng þögn, og þar eð ég vissi ekki, hvernig ætti að lialda þessu einkennilega samtali áfram,. ætlaði ég aftur að rísa á fætur, er hann hallaði sér snögglega fram. „Vitið þér, herra minn, hvað vonbrigði eru?“ spurði hann lágt og áf játt, um leið og liann hallaðist fram á göngustafinn, er hann hélt báðum höndum. — „Ekki smávægileg og einstök misheppn- an, gengileysi, heldur hin miklu, hiri almennu vonbrigði, sem allt, allt lífið veldur manni? Auðvitað þekkið þér þau ekki. En

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.