Stígandi - 01.10.1943, Page 35
STÍGANDI
VONBRIGÐI
97
annar fékk að vernda hana. — Er til reynsla, sem er sárari? Er
til nokkuð beiskara en þessi þjakandi neyð, sem er þó svo grimmi-
lega blandin unaði? Ég bef átt marga andvökunótt, og dapur-
legri, bitrari en allt annað var ávallt þessi hugsun: Þetta er hin
mikla þjáning! Nú reyni ég hana! — Hvað er það nú eiginlega?
Er það nauðsynlegt, að ég segi yður einnig frá gæfu minni?
Því að ég hef líka reynt gæfuna, líka gæfan hefur brugðizt von-
um mínum. — Það er ekki nauðsynlegt, því að allt eru það óljós
dæmi, sem ekki munu gera yður ljóst, að það er lífið í heild sinni,
lífið í sinni miðlungskenndu, ófróðlegu og deyfðarlegu rás, sem
hefur brugðizt vonum mínum, brugðizt Jjeim, brugðizt þeim.
Hvað er maðurinn, þessi rómaði hálfguð? ritar Werther hinn
ungi einu sinni. Þrýtur hann ekki einmitt þá afl, er hann þarf
þess mest með? Og þegar hann svífur til hæða í gleðinni eða
dýfir sér niður í þjáninguna, er hann ekki einmitt þá stöðvaður,
einmit þá kvaddur aftur til sljórrar, kaldrar meðvitundar, er
hann þráir að hverfa út í auðlegðir óendanleikans?
Ég minnist oft dagsins, er ég leit hafið í fyrsta sinn. Hafið er
stórt, hafið er breitt, augu mín mændu burt frá ströndinni í von
um lausn úr álögum, en þarna út í fjarskanum var sjóndeildar-
hringurinn. Hvers vegna hef ég sjóndeildarhring? Ég hafði vænzt
mér óendanleikans af lífinu.
Ef til vill er liann þrengri, sjóndeildarhringurinn minn en
annarra manna. Ég hef sagt, að mig skorti skilning á staðreynd-
um, — hef ég kannske of góðan skilning á Jreim? Þverr máttur
minn of skjótt? Er mér of fljótt öllum lokið? Þekki ég aðeins
lægsta stig hamingju og þjáningar, aðeins upphafið?
Ég trúi því ekki, og ég trúi mönnunum ekki, ég trúi fæstum
þeirra, er taka undir hin stóru orð skáldanna, augliti til auglitis
við lífið, — það er ragmennska, lygi! Hafið þér kannske tekið eft-
ir Joví, að til eru menn, sem eru svo hégómlegir og svo áfjáðir í
virðingu og dulda öfund annarra, að þeir þykjast aðeins hafa
upplifað liin stóru orð hamingjunnar, en ekki þjáninganna?
Það er dimmt, og þér hlustið naumast lengur á mig, þess vegna
ætla ég enn einu sinni að játa það fyrir sjálfum mér í dag, að
einnig ég, ég sjálfur, hefi einhvern tíma reynt að ljúga með þess-
um mönnum til Jress að látast vera hamingjusamur í augum sjálfs
mín og annarra. En það eru mörg ár síðan þessi hégómagirnd
varð að engu, og ég er orðinn einmana, óhamingjusamur og dá-
lítið undarlegur, því neita ég ekki.
7