Stígandi - 01.10.1943, Page 39

Stígandi - 01.10.1943, Page 39
STÍGANDI FERÐASÖGUBROT 101 Foto. Edv. Sigurgeirsson. Reynisdrangar við Vik i Mýrdal. Framundan blasir við Hafursey, liá og myndarleg, og í fjarska sést blika á Öræfajökul. Laust eftir miðnætti náðum við að Kálfafelli í Fljótshverfi, og gistum við þar. Hér verða með nokkrum liætti þáttaskipti í ferðalaginu. Hing- að hefir bifreiðin og okkar ágæti bifreiðarstjóri skilað okkur, þó að misjafn hafi vegurinn verið. F.n nú verður ekki ekið lengra í vagni. Nú taka skaftfellsku hest- arnir okkur á bakið, og skaftfellskir fylgdarmenn vísa okkur veg- inn yfir jökla, vötn og sanda byggðarlágsins. Akvegir lengjast og bifreiðum fjölgar, en seint munu þær leggja leið sína um skaftfellsku sveitirnar austan Fljótsltverfis. Hér mun íslenzki liesturinn enn um stund halda ríki sínu, og reynast enn sem fyrr hlutverki sínu vaxinn. Er j^að ekki einmitt jDetta, sem fullkomnar ferðalag um Austur-Skaftafellssýslu? Það mundi mikið skorta á ferðagleðina um þessar slóðir, ef hesturinn væri ekki með, Þó að landið væri liið sama. Litlu, íslenzku hestarnir okkar eiga svo vel lieima í þessari hrikalegu náttúru-umgerð. Þeir auka á þá tilfinningu, sem mest gerir vart við sig, þegar farið er um jaessar slóðir: hve við erum

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.