Stígandi - 01.10.1943, Page 40

Stígandi - 01.10.1943, Page 40
102 FERÐASOGUBROT STIGANDI Foto. Edv. Sigurgeirsson. Lómagnúpur. smáir, máttvana og öryggislausir í þessu hrikalega umhverfí eyðisanda, jökulvatna og snækrýndra háfjalla. Og nú flytja þeir okkur austur Skeiðarársand. Hinn þjóð- kunni ferðagarpur, Hannes á Núpsstað, er í fylgd með okkur. Fórum við nú austur leirurnar og tókum stefnu fyrir hamra- gnúp, sem er geysimikið fjall, með gríðarháu og snarbröttu hengi- flugi á þrjá vegu. Skagar hann langt frarn á flatneskjuna. — Og mikilúðugur mun hamragnúpurinn hafa verið í augum Brennu-Flosa, er hann eftir Njálsbrennu sá hann í draumi sínum opnast og Járngrím ganga út úr honum og nefna nöfn margra vina og fylgismanna Flosa, er seinna voru allir vegnir. Núpsvötn voru góð yfirferðar, enda kvað Hannes þau sjaldan eða aldrei hafa verið svo vatnslítil sem í sumar. Um það bil á miðjum sandinum kom Stefán bróðir Odds í Skaftafelli á móti okkur, og flutti hann okkur austur yfir sandinn, en Hannes hélt til baka. Hópur ferðamanna kom með Stefáni að austan, og var Stefán Þorvaldsson, hinn víðkunni ferðamaður og póstur, fylgd- armaður. Hann er nú hátt á áttræðis aldri, og kvaðst nú vera hættur að fylgja öðrum, en í þess stað yrði að fylgja sér. En þó

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.