Stígandi - 01.10.1943, Page 42

Stígandi - 01.10.1943, Page 42
104 FERÐASÖGUBROT STÍGANDI Foto. Edv. Sigurgeirsson. Öreefajökull, séður af Skeiðarársandi. voru á með dóti okkar í. Var það í grófarskorningi nokkrum blautum. Þaut merin langt út í mýri, sleit af sér allar gjarðir og þeytti hafurtaskinu í allar áttir. Leit þetta allískyggilega út um tíma, en fór þó betur en á horfðist, þar eð ekkert skemmdist. Einn dag dvöldum við um kyrrt í Skaftafelli. En það var allt of stutt viðdvöl, því að margt er þar að sjá og skoða. Skal þá fyrst minnst á útsýnið frá Skaftafelli, sem mun eitt hið fegursta, er getur að líta á landi hér. Hafrafell blasir við umlukt af Skaftárjökli og Svínafellsjökli. Efst í því er Hrútsfell, hrikaleg gnípa, en neðar eru drangar tveir, sem Iieita Fremmrimenn og Efrimenn. Einnig rná líta Kristínartinda og Skarðstinda; allt eru þetta stórfengleg fjöll, en skipa þó óæðra öndvegi í þessum fjallasal, því að sjálfur skipar Öræfajökull með Hvannadalshnjúk á herð- unum Iiásætið, þar sem liann ber við bláloft yfir jökulfannir. Ekki höfðum við tíma til að ganga á Hvannadalshnjúk, enda rak á liann þokuslæðing öðru hverju, og svo er oftast nær. En við gengum á Kristínartinda, og er þaðan víðsýnt. Saga ein er tengd við Kristínartinda. Jökulhlaup herjaði Öræf- in, og er sagt, að allir Öræfingar hafi farizt í hlaupinu, nema kona ein er Kristín hét, sem kleif á tindana, er nú bera nafn hennar.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.