Stígandi - 01.10.1943, Side 43

Stígandi - 01.10.1943, Side 43
STÍGANDI FERÐASÖGUBROT 105 Foto. F.dv. Sigurgcitsson. Á Kristínarlindum. Er á daginn leið, hreinsaði Öræfajökull sig öðru hverju, og höfðum við af Kristínartindum bezta útsýni til hans, og var það notað vel til að taka myndir. Á leiðinni niður gengum við á eystri brún Morsárdals, og sást þá greinlega, hvernig skriðjökullinn steypist fram af hömrunum í botni dalsins. Bæjargilið í Skaftafelli er hið fegursta og fullt af listaverkum frá náttúrunnar höndum. Það teygir sig niður að aurum Skeið- arár. Neðst í því er dálítið lón umgirt af skógarhríslum og undur- fagurt. Þarna í hvamminum er stærsta hrísla í Öræfum. Ofar í gildinu eru einnig smáhvammar. Þar eru einnig fossar, Hunda- foss og Svartifoss. Svartifoss og umhverfi lians er að mörgu leyti furðuverk. Gengt er undir fossinn, því að bergbrúnin skagar fram og steypir af sér. Umgerð fossins er mynduð úr reglulega löguðu stuðlabergi, dökku að lit. Um kvöldið var sérstaklega fagurt sólarlag bak við Jökulfell, og var Öræfajökull tandurlireinn og bjartur undir nóttina. Öræfasveitin er einangraðasta sveitin á landinu. Enginn kostur hefir jaað verið talinn, heldur hið gagnstæða. En fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Öræfingum hefir einangrun-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.