Stígandi - 01.10.1943, Side 45

Stígandi - 01.10.1943, Side 45
STÍGANDI FERÐASÖGUBROT 107 Foto. Edv. Sigurgeirsson. Stuðlaberg við Svartafoss. Má þar af mörgu nefna Dverghamra, Foss á Síðu, Kirkjugólfið fræga, Systrastapa o. m. fl., að ógleymdu Eldhrauninu mikla og sögufræga, sem vegurinn liggur um. Hugurinn hvarflar aftur í tímann. Hver okkar sér sína mynd á skuggatjaldi fortíðarinnar, og oflangt yrði að lýsa þeim hér. En eitt dettur okkur sameiginlega í hug: Prófasturinn á Prestbakka, séra Jón Steingrímsson. Hér barðist hann, ásamt samtíð sinni, við eldinn, hraunflóðið, hungrið og vonleysið — og sigraði. Við komum að Múlakoti um kvöldið. Höfðum við ráðgert að fara þaðan inn á Þórsmörk, en hestar reyndust ófáanlegir sökum heyanna. Við fórum inn að Bleiksárgljúfri og skoðuðum þetta merkilega náttúrufyrirbrigði og sjaldgæfa á margan hátt. Þar sem ekkert varð af Þórsmerkurferðinni í þetta sinn, sem áður segir, ákváðum við að litast um í hinni sögufrægu Fljóts- hlíð, en halda síðan til Þjórsárdals. Sunt nöfn segja okkur langa sögu. Fljótshlíð er eitt þeirra. Það segir okkur kafla úr sögu ís- lands. Einmitt þann kaflann, sem bezt hefir lýst ást íslendinga

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.