Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 46

Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 46
108 FERÐASÖGUBROT STÍGANDl á landi sínn. Hér lifði og starfaði Gunnar á Hlíðarenda. Hér sneri hann aftur, því að „fögur er hlíðin". Hér féll hann fyrir féndum sínum, því að „Gurinar vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fósturjarðar ströndum“. Hér fæddist skáldið Þorsteinn Er- lingsson. Munu fáir hafa slegið fegurri og hreinni strengi í skáld- hörpu sinni en hann. Það er eins og skyldleiki sé með skáldskap Þorsteins og lífi Gunnars á Hlíðarenda, og sjálfsagt hefir Þor- steinn átt Fljótshlíð mikið að Jrakka, og við eigum það öll, þó að nú sé lítið, sem minnir á forna frægð, nema hvað Fljótshlíð er fögur sem fyrr, og fer ekki Iijá því, að við réttum úr okkur á þess- um stöðvum og fögnum því að vera íslendingar, því að „það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar sem hreystiraun einhver var drýgð“. Við erum staddir á Stöng í Þjórsárdal. Bæjarrústirnar liafa verið grafnar upp, og nú keppast fræðimenn við að skýra og skálda um þessar leifar liðinna tíma. — Allt er gott um það að segja. En þessar rústir minna okkur á aðra sögu — sögu, sem er að gerast enn þann dag í dag. — Eyðingaröfl þau, sem eytt hafa byggð í Þjórsárdal fyrir mörgum öldum, hafa verið að verki í ýmsum myndum gegnum aldirnar í öllum byggðum landsins, og þau vinna hvað ötulast á okkar dögum, og með meira árangri en nokkru sinni fyrr. Hvar sem við förum um dali og afskekktar sveitir íslands, rek- umst við á bæjarrústir, sumar grasigrónar og ömurlegar, en sum- ar hreykja hálfföllnum veggjunr og skældum stöfnum. Þetta eru minjarúnir ósigra íslenzkra byggða og íslenzkrar alþýðu. En evð- ingin gerist æ djarfsæknari niður til lágsveita. Það er eins og hún færist í aukana við hvert nýtt býli, sem hún leggur í auðn, eins og hálfdauðir draugar eru sagðir hressast við, nái þeir í mannablóð. Þegar við stöndum hjá bæjarrústunum á Stöng, vaknar hjá okkur sú spurning, hvort byggðra bóla bíði sörnu örlög. Framtíðin ein getur svarað því. Við vonum, að hún svari því neitandi. Tuttugasta öldin er öld ókyrrðar og athafna. Allir vilja gera mikið. Það er ólga í lífi einstaklings og þjóðar. Einkum bera hugsandi menn hér heima ugg í brjósti sökum æskunnar, sem upp er að vaxa á þessum tímum fljóttekins gróða og miður hollra hugsana. Á mörg ráð er bent til bjargar. — F.n mundi ekki eitt — og jafn- vel eitt hið allra bezta — vera ferðalög um landið?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.