Stígandi - 01.10.1943, Side 48

Stígandi - 01.10.1943, Side 48
110 KALDAKINN STÍGANDI Þótt þú heitir Kaldakinn, kyssir sólin vanga þinn; sálargróður sí og æ seiðir fram í hverjum bæ. Gefur sveini, gefur mey gáfur, sem þeim bregðast ei: Leiðarsteina og nesti nóg norðan um lífsins Svartaskóg. AÐ MORGNI DAGS í drottins hélt eg hönd, með honum gekk eg spöl um grasi gróin lönd og gráa eyðimöl. Það var í morgunmund, er móða á fjöllum lá, en döggin djúp á grund — demantar himni frá —. Eg hélt í drottins hönd og horfði dýrð hans á. I drottins hélt eg hönd, er heilög sólin rann og lýsti höf og lönd, svo ljós á jöklum brann. Eg heyrði lækja ljóð og ljúfan fuglaklið. Eg heyrði hnatta óð og hafsins þunga nið. í drottins hélt eg hönd og hafði öðlazt frið.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.