Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 55

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 55
STÍGANDI Barett Willoughby: NÓTT í ALASKA Ingi Tryggvason þýddi. Ég rak tærnar í rótaranga og féll. Augnablik hvíldi ég höfuðið á handlegg mér, of þreytt til að hreyfa mig. Þetta hafði verið fífl- dirfska, að leggja ein af stað í 10 mílna ferðalag, þvert yfir ókunn- an skaga í Alaska. Um liríð liafði ég brotizt með erfiðismunum um kjarrið, sem næsturn huldi slóðina, án þess að hugsa út í það, að ef til vill væri ég að villast. Þegar ég lá þarna með nefið niður við jörðina, fann ég ramman moskusþef og varð þess vör, að eitthvað einkennilegt straukst við vanga minn. Þetta var brúskur af grófu, brúnu hári, sem hékk í lítilli grein og bærðist fyrir golunni. Ég þekkti óðara, að hárið var af brúna Alaska-birninum, stærstu kjötætu, sem nú lifir á jörðinni. Fyrr um kvöldið hafði ég séð mikið troðinn deiglendisblett rétt við stíginn. Sporin í mjúkum sverðinum voru helmingi stærri en sporin eftir stígvélin mín. Nú fyrst sá ég, hvert stefndi — ég hafði fylgt bjarndýrsslóð, en ekki mannavegum. Ég er ekki veiðimaður. Ég er ekki einu sinni hugrökk. Snemma um morguninn hafði ég farið úr bænum á bát með nokkrum fiskimönnum og komizt í nágrenni við búgarð, þar sem ein skóla- systir mín, Lonnie, dvaldi yfir sumarmánuðina hjá föður sínum. Ég var alveg ókunnug á þessum slóðum, en fiskimennirnir bentu mér á slóð, sem lá þvert yfir mjóan skaga og að búgarðinum. Ég fékk þá til að skjóta mér á land, svo að ég gæti heimsótt skóla- systur mína, rneðan þeir fiskuðu. Þeir ætluðu að taka mig seint um kvöldið, þegar þeir væru á leið til borgarinnar. Nú var ég villt, og eini vegurinn, sem ég vissi um, var bjarn- dýrsslóð. Ég varð hrædd. Ég fann til næstum óviðráðanlegrar löngunar til að æða inn í skógarþykknið, án þess að skeyta um, hvert ég stefndi. En ég náði valdi á tilfinningum mínum, herti upp hugann og hélt áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.