Stígandi - 01.10.1943, Síða 57

Stígandi - 01.10.1943, Síða 57
STÍGANDI NÓTT í ALASKA 119 amshlutum. Ég reyndi að æpa, en kom ekki upp nokkru hljóði. Þá reyndi ég að hlaupa burt, en gat hvorki lireyft legg né lið. Einhvern veginn komst ég þó inn í kofann og lokaði dyrunum. Hurðinni var læst með þungri viðarslá að innanverðu, svo að enginn hægðarleikur var að komast inn. Ég var lömuð af hræðslu og hendurnar á mér skulfu svo, að ég gat naumast kveikt upp eldinn. Hugsanir mínar snerust allar um Húna-Butler, brjálaða veiðimanninn, og gullleitarmennina, sem týndust. Hafði ég álpazt inn í híbýli Butlers? Voru þessi handarbein úr gullleitarmönn- unum? — Ég ætlaði ekki að sofna, en þreytan yfirbugaði mig, svo að ég féll í mók. Ég veit ekki, hvað vakti mig, en ég var allt í einu glaðvöknuð, og skynfærin voru spennt til liins ýtrasta. Einhver hávaði hafði truflað svefn minn. Ég ætlaði að fara að kveikja, þegar hljóðið kom aftur — barin fjögur högg, eins og einhver væri að reyna að komast inn. Aftur varð allt hljótt. Hugsanir rnínar snerust um handarvana afturgöngur, en þó reyndi ég að telja mér trú um, að hræðslan væri að hlaupa með mig í gönur, þangað til liöggin heyrðust á ný. Þau voru því líkust, að barið væri með flötum lófa eða hand- leggsstúf, en ekki með hnúunum. Skjálfandi af hræðslú færði ég mig fram að dyrum og kallaði: „Hver er þar?“ Þögn. Ég opnaði dyrnar og fór út. En þar var ekkert að sjá eða heyra. Ég var öllu fremur undrandi en lirædd, þegar ég sneri inn aftur. Ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum, en höggin heyrðust enn. Fjögur dimm högg. Ég reif opnar dyrnar, hljóp út og í kring- um kofann og athugaði hvern blett í rjóðrinu, því að bjart var af tungli. Næsti felustaður var hátt tré í 50 skrefa fjarlægð. Eng- inn gat hafa komizt þessa vegalengd, nreðan ég var að opna dyrn- ar. Hver gat barið að dyrum og verið þó ósýnilegur? A því var engin eðlileg skýring til. Ég kveikti bál utan við dyrnar, settist á dyraþrepið og sofnaði. Ég vaknaði við það, að mér heyrðist vera kallað á mig. Morgun- sólin skein í heiði. Ung og lagleg stúlka kom hlaupandi heim að kofanum gegnum rjóðrið. Þetta var Lonnie, skólasystir mín, og á eftir henni kom faðir hennar, þunnleitur og gamaldags Alaska- búi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.