Stígandi - 01.10.1943, Page 58

Stígandi - 01.10.1943, Page 58
120 NÓTT í ALASKA STÍGANDI Ég liefði getað hlaupið á móti þeim og fallið til fóta þeirra, ef sómatilfinning mín hefði ekki verið á varðbergi gegn hæðnislegu augnaráði gamla mannsins, sem leitaði eftir einhverjum merkj- um um kvenlegan kveifaraskap. „Pabbi var órólegur, þegar þú komst ekki í gærkvöld," sagði Lonnie, „og sendi menn að leita að þér, strax og birti." „Stúlkur ættu aldrei að fara einsamlar inn í skóginn," sagði nú faðir hennar. „Þær \ ita aldrei, hvert þær eru að fara og villast því ævinlega. Þú mátt þakka fyrir, að þú skyldir rekast á kofann hans Butlers gamla.“ „Það geta fleiri villzt en konur,“ andmælti ég. „Hvernig fór með gullleitarmennina, sem týndust hér fyrir fáum árum?“ „O, þeir, hálfvitarnir! Sennilega hafa þeir drukknað einhvers staðar hér við ströndina.“ „Nei, það gerðu þeir einmitt ekki,“ sagði ég rólega. „Þeir vóru drepnir — myrtir hérna hjá kofanum hans Butlers.“ Þau störðu á mig bæði, eins og ég væri gengin af vitinu. „Komið þið, þá skal ég sýna ykkur.“ Ég vísaði þeim leiðina þangað, sem handarbeinin lágu, skjalla- hvít í sólskininu. Gamli maðurinn tók upp eitt beinið. „Svona álykta stúlkurnar," muldraði hann og leit til mín og kímdi. „Þetta eru ekki mannahendur, barnið gott. Þetta eru bjarndýrshrammar. Bein úr bjarndýrshrannni eru næstum eins og handarbein mannsins." „Hvers vegna eru hér engin önnur bein?“ „Butler fló dýrin þar, sem hann veiddi þau í skóginum, nema hrammana flutti hann heim. Þá er mjög seinlegt að flá og gerði hann það í tómstundum sínum. Hann veiddi aðeins birni á öðru ári. Af því fékk hann viðurnefni sitt.“ Vonsvikin fylgdi ég honum inn í kofann. „Aumingja Butler gamli,“ mælti hann. „Hann varð bjarndýri að bráð rétt utan við kofadyrnar sínar. Spor eftir stóran skógar- björn sáust greinilega, þegar komið var að.“ „En hvers vegna skaut hann ekki?“ „Náði ekki byssunni sinni. Butler hefir komið af veiðum, lagt riffilinn sinn á borðið og skroppið út, sennilega eftir vatni. Ef til vill hefir móðir einhvers ungbjarnarins, sem hann var nýlega búinn að drepa, fylgt honum eftir heim. Þegar hún var að ráðast á hann, hefir hann hlaupið heim að kofanum til að ná í riffilinn. Dyrnar hafa verið lokaðar, og í flýtinum hefir hann brotið hesp-

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.