Stígandi - 01.10.1943, Page 61

Stígandi - 01.10.1943, Page 61
STÍGANDI Þ R Á I N N: ÓVEÐURSNÓTT í HÁLFDÁNARTUNGUM (Sbr. þjóðsögu í II. b. þjóðsagna Ól. D.). Haustvindur ískaldur æðir, ýlírar um snös og nöf, sem helskip fer hálfur máni hraðbyri skýjaköf. Tröllslega hniúka hillir við himin leifturskjótt í andartaksþögn, svo þýtur, þúsundraddaður þýtur, stormlúður þórefldur þýtur, og þegar er koldimm nótt. En milli hnjúkanna hlakkar í hundrað djöfla kór. í urðinni útburður vælir, sem ástarvana fór. Svo kyrrir, en moldin sem möru magnstola troðin er, í ofvænisþögn sem einhvers, eins og hún bíði einhvers, eins og í skelfingu einhvers óhugnaðs vænti sér. Hlymjandi hófadynur um Hálfdánartungur fer, grannur, gráskjóttur hestur um grundirnar hleypir sér. — Rok hefir rekið frá tungli, rökkrið er draugskímu lýst. — Hann fer í hringum og fnæsir, flenntum nösum hann fnæsir, eldi og eimyrju fnæsir og áfram sem stormsveipur brýzt. Heim til Hálfdánartungna hamhleypan setur á skeið, þá rís úr rústunum maður, sem rakni' hann þar við um leið. Brostnum helsjónum horfir, háðsgretta' um andlit fer. Svo grípur hann eldsnöggt í Grána, grípur í faxið á Grána, með heljarhlátri á Grána hlakkandi vindur sér. — Og haustvindur ískaldur æðir, ýlfrar um snös og nöf, sem helskip fer hálfur máni hraðbyri skýjaköf. Tröllslega hnjúka hillir við himin leifturskjótt í andartaksþögn, svo þýtur, þúsundraddaður þýtur, stormlúður þórefldur þýtur, og þegar er koldimm nótt.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.