Stígandi - 01.10.1943, Síða 61

Stígandi - 01.10.1943, Síða 61
STÍGANDI Þ R Á I N N: ÓVEÐURSNÓTT í HÁLFDÁNARTUNGUM (Sbr. þjóðsögu í II. b. þjóðsagna Ól. D.). Haustvindur ískaldur æðir, ýlírar um snös og nöf, sem helskip fer hálfur máni hraðbyri skýjaköf. Tröllslega hniúka hillir við himin leifturskjótt í andartaksþögn, svo þýtur, þúsundraddaður þýtur, stormlúður þórefldur þýtur, og þegar er koldimm nótt. En milli hnjúkanna hlakkar í hundrað djöfla kór. í urðinni útburður vælir, sem ástarvana fór. Svo kyrrir, en moldin sem möru magnstola troðin er, í ofvænisþögn sem einhvers, eins og hún bíði einhvers, eins og í skelfingu einhvers óhugnaðs vænti sér. Hlymjandi hófadynur um Hálfdánartungur fer, grannur, gráskjóttur hestur um grundirnar hleypir sér. — Rok hefir rekið frá tungli, rökkrið er draugskímu lýst. — Hann fer í hringum og fnæsir, flenntum nösum hann fnæsir, eldi og eimyrju fnæsir og áfram sem stormsveipur brýzt. Heim til Hálfdánartungna hamhleypan setur á skeið, þá rís úr rústunum maður, sem rakni' hann þar við um leið. Brostnum helsjónum horfir, háðsgretta' um andlit fer. Svo grípur hann eldsnöggt í Grána, grípur í faxið á Grána, með heljarhlátri á Grána hlakkandi vindur sér. — Og haustvindur ískaldur æðir, ýlfrar um snös og nöf, sem helskip fer hálfur máni hraðbyri skýjaköf. Tröllslega hnjúka hillir við himin leifturskjótt í andartaksþögn, svo þýtur, þúsundraddaður þýtur, stormlúður þórefldur þýtur, og þegar er koldimm nótt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.