Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 63

Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 63
STÍGANDI LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR 125 óvinnanleg borg. Fræðimennirnir dáðust að kenningunni og frægðu höfund hennar, en hversu margir munu þeir hafa verið, sem skildu hvers virði uppgötvunin var, og hverjir gerðu tilraunir til að sanna gildi hennar? Gerðu þeir það, sem lofuðu hana mest? Vegna þess að kenning Einsteins er torskilin fjölda manna, viljum vér stinga upp á, að þeir, sem þetta lesa, vilji ljá því óskipta athygli og reyna að einbeita hugsun sinni mál- inu til skilnings, en til að öðlast skilning á hinni fjórðu stærð, skul- um við fyrst athuga fyrstu, aðra og þriðju stærð. Orðið Dimension, sem notað er í ýmsum tungumálum, er komið úr latínu og er dregið af orðinu Di- mensio, en það þýðir mál eða mæl- ing, — en hér verður það þýtt með orðinu stærð, þykir þýðanda það ná betur því, sem um verður rætt — heldur en orðið vídd, er einnig hefir verið notað í íslenzku máli um hug- takið Dimension. — Menn hafa frá ómuna tíð viljað vita stærð og lög- un þeirra hluta og líkama, sem þeir hafa komizt í kynni við. Hin fyrsta og einfaldasta mæling er bein lína milli tveggja punkta. Þessi beina lína svarar til þess, er hér verður nefnd fyrsta stærð, en hún er einnig hin fyrsta frumhreyfing í rúminu og stefnir í eina átt. Vitund þeirrar veru, sem lifir lífi sínu í fyrstu stærð, er sambærileg við jarðar- orminn, sem Iiggur blindur, beinn og hreyfingarlaus í moldinni. Vit- und fyrstu stærðar hefir enga hug- mynd um rúmið, nema á fleti, sem hefir hvorki breidd né þykkt, og hreyfing þeirrar vitundar yrði að- eins í eina átt, og kæmi fram í fyrstu frumhvöt: að hreyfast (í eina átt): áfram. Aðra stærð finnum við, ef dregin er lína þvert út frá fyrstu stærðar- linu, þannig að myndist kross, fer- hyrningur eða þríhyrningur, þá hefir einnig skapazt hreyfing í tvær áttir. — Það, sem úrslitum ræður um myndun annarrar stærðar, eru áhrif þau er skapast, er tvær ólíkar stefn- ur skerast, eða tveir ólíkir straum- ar mætast og renna saman, og blandast til fullnustu. I báðum til- fellum skapast samloðun, því að hún er nauðsynleg til viðnáms, svo að önnur stærð geti neytt armarrar frumhvatar lífsins, en þ. e. aðdrátt- ar og samloðunar. Málarar og aðrir dráttlistamenn starfa á sviði annarrar stærðar, eða á sléttum fleti, en list þeirra liggur í því að sýna þriggja stærða rúm, en notast þó eingöngu við tveggja stærða. Loks þegar full samloðun og að- dráttur hefir myndazt utan um mið- punkt eða kjarna einhvers hlutar eða líkama, getur sá miðpunkts- kjarni dregið að sér eða hrundið frá sér í allar áttir, og er þá lífið ekki lengur háð takmörkuðum fleti og getur myndað fasta hluti og líkami. Þetta er hin þriðja stærð; en hún er þríátta, þ. e. hefir lengd, breidd og þykkt. Það er á sviði hinnar þriðju stærðar, sem myndhöggvarinn starfar. Ef bilið frá miðkjarna einhvers líkama er hið sama út til yfirborðs- ins í allar áttir, þá nefnum við líkamann hnött eða kúlu. Það er því ekki fyrr en í þriðju stærð, sem boglínan skapast, og henni fylgir hreyfing sú, er við nefnum snúning. Hnattlíkaminn getur hreyfzt eða snúizt í hvaða átt, er vera skal. Þriðja stærðin — sem felur í sér fyrstu og aðra stærð — tekur yfir alla hluti og hræringar í hinum líkamlega eða efnislega heimi. Það er af lögmáli hennar, sem hnettirnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.