Stígandi - 01.10.1943, Page 66
STÍGANDI
UM BÆKUR
Aldrei hefir bókaútg;ifa fyrr staðið
með þvílíkum ltlóma hér á landi eins
og síðastliðið ár, en allar líkur benda þó
til, að þetta ár, scm nú er að líða, verði
bókaútgáfa enn meiri.
Nokkuð hefir að eðlilegum hætti
kastazt milli tveggja skauta um gæði
þessarar framleiðslu, eftir þvi hvort
meiru hefir ráðið gróðafíkn útgefenda
eða hugur á myndarlegu framlagi til
menningar þjóðarinnar, og fleiri viðhorf
hafa gripið inn í.
Mál og menning.
Það forlagið, sem tvímælalaust á heið-
urinn af því að Iiafa gefið út beztu
bókina nýverið, er félagið Mál og
menning. Eg á þar við bókina íslenzk
menning eftir Sigurð Nordal. Hafa allir
skynbærir menn, sem um bók þá hafa
getið, lokið upp einum munni um það,
að þar væri um eiuhvern gagnmerkasta
viðburð íslenzkrar bókmenningar að
ræða. Þá hefir sama félag hafið útgáfu
nýrrar mannkynssögu, og lofar byrjunin
góðu. Aftur finnst þeim, er þetta ritar,
tímarit félagsins í augljósri afturför.
Mættu ýmsir þeir, sem i ritið skrifa,
sýna meiri karlmennsku gagnvart ert-
ingum daglegs lffs en þeir gera, án þess
að ritið biði nokkurn hnekki. — Þá
hefir Mál og menning sent frá sér kær-
kominn gest flcstum, sem bókum unna.
Er hér átt við Fagrar heyrði ég radd-
irnar, safn íslenzkra þjóðkvæða og
stefja, valið og búið til prentunar af
Einari Ól. Sveinssyni, sem ritar prýði-
legasta forspjall að bókinni. Safn þetta
er í rauninni ekki ein af félagsbókum
Máls og menningar, og kemur það
reyndar dálítið spánskt fyrir, að þetta
sé félagsbók og þó ekki, þegar þess er
þá líka gætt, að félagið gaf ekki út nema
tvær eiginlegar félagsbækur á síðastliðnu
ári, Undir ráðstjórn og Tóníó Kröger.
Til útgáfu Arfs íslcndinga hafa félags-
menn orðið að greiða sérstakt gjald, og
tímaritinu var upphaflega lofað auk
þeirra sex bóka, sem ætlunin var að
gefa út árlega. Vitað mál er það, að
mjög hafa viðhorf breytzt, síðan þær
áætlanir voru gerðar, en það er þó
freistni, sem forðast ber, að skjóta sér
uni of bak við þá afsökun. — Fagrar
heyrði ég raddirnar hefir fengið mjög
góða dóma, og raunar hefir verið gert
meira veður af bókinni en eðlilegt má
leljast, því að talsverður hluti efnisins
verður að teljast bókmenntalegar
„múmlur", ef svo mætti að orði komast,
þótt auðvitað — og jiað gefur bókinni
alltaf mikið gildi — sé þar margt dýr-
mætt erfðasilfur. Frágangur bókarinnar
svo og íslenzkrar menningar og mann-
kvnssögunnar er hinn prýðilegasti og
félaginu til mikils sóma. Síðasta bók
Máls og mcnningar er fyrri hluti
Þrúgna reiðinnar eftir ameríska rithöf-
undinn John Steinbeck. Skáldsögu
þessa hefir Stefán Bjarman íslenzkað og
virðist hafa tekizt vel, sums staðar með
ágætum, þótt nærsýnt fólk muni eflaust
reka tærnar í smáhnjúska hér og þar.
Mál hans er yfirleitt blæmikið og orð-
ríkt, en j>ó virðist sums staðar bregða
fyrir, að orð, sem notuð eru, eigi ekki
heima í munni þess, sem látinn er nota