Stígandi - 01.10.1943, Síða 67

Stígandi - 01.10.1943, Síða 67
STÍGANDI UM BÆKUR 129 þau. Þessi skáklsaga verður ekki talin til þeirra, sem „spennandi" teljast, og þó leggja menn hana ógjarnan frá sér, fyrr en hún er öll lesin. Persónur sög- unnar, sérstaklega Mamma og Tommi, eru dregnar með slíkum næmleika og al- úð, samfara djtipum skilningi og samúð með þessum alþýðubörnum, að þær hljóta að vgrða meðal góðkunningja lesenda eftir lesturinn. — I formálsorð- um bókarinuar getur þýðandi þess, að Islendingar eigi svipuð yrkisefni og sagan fjallar um óunnin í þjóðlífssögu sinni. Væri vel, ef einhver íslenzkur rit- höfundur, sem væri því vaxinn, tæki sér fyrir hendur að gera því skil. Mætti þá svo fara, að þýðandinn ætti mesta þökk skilið fyrir formálann. þótt bókin sjálf hljóti að vera hverjum lesanda kærkotnið lesefni. Þjóðvinaíélagið og menningarsjóður hafa talsvert mikla bókaútgáfu á höndum. Verður þar merkast að teljast útgáfa íslendingasögu. Nokkurs uggs hefir gætt meðal manna eftir útkomu fyrsta bindisins (sem á að vera það V. í röðinni), að ekki verði þar eins vel að málum búið og þyrfti og sjálfsagt væri með svo gagnmerka útgáfu, en á slíkt skal enginn dómur lagður hér að sinni. Þjóðvinafélagið virðist ætla að fara sömu leið og Mál og menning að hafa eigulegustu og eftirsóknarverðustu bækurnar ekki venjulegar félagsbækur, og er það illa farið. Mundi margur kjósa að greiða nokkru hærra gjald, en losna svo við að þurfa. sífellt að vera á varð- bergi um, hvort þetta sé félagsbók eða sérstök áskrifendabók. Kvæðasöfn þau, sem félagið gefur út, hefði sá, er þetta ritar, kosið nokkru spariklæddari. Það cr nú einu sinni svo, að útlit og snið bókanna hafa talsvert að segja og eiga að hafa það. Frágangur þeirra er list fyrir sig og liður f bókmenningu þjóð- arinnar. Annars er það svo, að útgáfa úrvalsljóða svokallaðra mun vafasamt fyrirtæki. Þeir, sem í raun og veru sækjast eftir ljóðum og kvæðum til lestrar, munu yfirleitt ekki kæra sig um „höfundana niðursoðna", vafamál með hina, hvort þeir líta fremur í „úrvölin". — A þessu ári mun Njála væntanleg í myndarlegri útgáfu á vegum félagsins. Þótt eðlilegra hefði virzt að styrkja Hið íslenzka fomritafélag til aukinna af- kasta við útgáfu sína, verður það að teljast vel farið, að Þjóðvinafélagið ræðst í þessa útgáfu. Annars er leiðin- leg sú togstreita, auk þess sem hún er hcimskuleg, sem risin er um útgáfu fornritanna. Hefði farið langsamlega bezt á því, að Fornritafélagið hefði verið styrkt til stóraukinnar útgáfu á forn- ritunum í því formi, sem það hefir gefið bækur sínar út í. Er engum blöð- um um það að fletta, að það er ákjós- anlegasta útgáfan af þeim, sem þjóð- inni hefir enn verið boðin. Menningar- og íræðslusamband alþýðu er þriðja útgáfufyrirtækið, sem reist er á félagssamtökum. Hefir það átt örð- ugast með að fylgja fram fyrirætlunum sínum og virðist nokkuð ódugnaði um að kenna, en stundum hefir það verið prýðilega heppið um bókaval, svo sem skáldsöguna Borgatvirki og ljóðmæli Magnúsar Stefánssonar. Landnáma kallast félag, sem sér um útgáfu verka Gunnars Gunnarssonar. Hafa komið út tvö bindi verka hans á vegum félagsins. Er útgáfan myndarleg, en því miður virðist einhver uppdráttarsýki í allri starfsemi félags þessa. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.