Stígandi - 01.10.1943, Page 69

Stígandi - 01.10.1943, Page 69
STÍGANDI UM BÆKUR 131 fannst hjá inér?“ heldur fer nú form og efni meir saman en fyrr, og skáldið hefir vaxið af reynslu og veit betur, hvað það hefir að segja. Steinn Steinarr liefir verið um margt olbogabarn ham- ingjunnar, eins og hann segir líka skemmtilega og hnittilega, en beiskju- laust í kvæðinu Hamingjan og ég. Og þó er hann líka hamingjunnar barn. Honurn virðist gefið það hjartalag, að ekki setji að hug hans beiskju og sár- indi, þótt ganga hans um grjót og urðir mannlífsins geri honum eflaust stund- um sárt á fótum og skilji eftir sín merki eins og hann kemst að orði í Undir- skrift: Eg ber þess að sjálfsögðu ævilangt óbrigðul merki, þvi örlíig hvers manns gefa lit sinn og hljóm sinn hans verki: Það var lítið um dýrðir og næsta naumt fyrir andann. Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Eg kvaðst á við fjandann. Steinn hefir kveðizt á við fjandann í sjálfum sér og fjandann í samtíð sinni, fjanda kæruleysis og tómlætis um vöxt og viðgang ungra skálda, og þessi síðasta ljóðabók hans gefur fyrirheit um það, að Steinn sigri eins og Kolbeinn. Við hann má segja eins og St. G. St. segir við lækinn: Og söngur þinn hertist og hækkandi fór hann, unz hafðirðu kveðið sjálfan þig stóran. Steinn Steinarr hefir kveðið skáldskap sinn að stórum læk, nú er eftir að sjá, hvort honum tekst að kveða hann að stóru fljóti. Eg hlakka til næstu bókar hans. — NÝJAR BÆKUR Meðal manna og dýra lieitir smásagnasafn, er kom út í surnar. Höfundur sagnanna er Steindór Sigurðsson, cn útgefandi Pálmi H. Jónsson. Eftir Steindór hafa áður birzt sögur og kvæði, sein borið hafa vitni um, að höfundur þessi á yfir liprum penna að ráða, stundum beinlínis snjöll- um, en yfirleitt verður honum þó ekki mikið úr yrkisefnum sínum. í Mcðal manna og dýra eru se.x sögur, og getur engin þeirra talizt góð nema Isak, hesta- saga, sem er prýðilega gerð. Aftur finnst þeim, er þetta ritar, sagan Laun dyggðarinnar, sem mest hrós hefir lilot- ið, æði misbrestasöm. Það er sök sér, að lífsskoðunin er ákaflega nöturleg, ef lnin væri trúlega túlkuð, en þar bregzt höfundinum meiniega bogalistin a. m. k. á einum stað. Hundurinn Skuggi, sem er önnur aðalsöguhetjan, verður svo þjóðsögulega gamall af hundi að vera, og þó í fyllsta fjöri, að séð verður, allt til loka, að með mestu ólíkindum verðtir. Vegna þessa fellur sagan mjög um sjálfa sig, þótt hún sé vel skrifuð og sums staðar prýðilega. Dagur í Bjarnardal heitir mikil skáldsaga, sem nú er að koma út á vegum hókaútgáfunnar Norðri á Akureyri. Höfundur sögunnar er norski rithöfundurinn Tryggve Gull- branssen, en þýðandi er Konráð Vil- hjálmsson. Sagan verður í þremur bind- um, og er fyrsta bindið, Dunar í trjá- lundi, komið út. En öll mun sagan væntanleg fyrir jólin. Skáldverk þetta er ættarsaga, sem lýsir tápmikilli og stórlyndri bændaætt, sem gefið er í skyn að komin sé af konungum. Per- sónulýsingar cru stórbrotnar. t. d. lýs- ingin á Gamla-Degi, aðalmeiði ættarinn- ar í fyrsta bindi sögunnar, aðrar lýsingar nálgast það jafnvel að vera ómennskar og forneskjulegar (Anna gamla á Hömr- um). Höfundur lætur erfða skapgerð vera meiru ráðandi hjá sögupersónum sínum, cn títt hefir gerzt hjá flestum höfundum í seinni tíð. Aðaltízkan hefir 9*

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.