Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 75

Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 75
STÍGANDI UM BÆKUR 137 Og þar birlast þeir oss, Hitler og Hind- enburg með ittllum nöfnum. Fleiri per- sónur sögunnar munu eiga stoð í veru- leikanum, en eigi vera hugsmíð höfund- arins nema að sumu leyti. Svo niun vera með söguhetjuna, Oscar Lauten- sack. Vér minnumst þess, að hafa heyrt getið spámanns nokkurs, sem Hitler hafði að ráðgjafa um skeið, en hvarf svo með dularfullum hætti. Oscar Lautensack er fátækur maður lítillar ættar, en gæddur dulrænum hæfileikum. Hann þyrstir í frægð og metorð og hefst stig af stigi. I fyrsta hluta bókarinnar er liann í Miinchen. Aleiga lians er upphleypt mynd úr bronsi af honum sjálfum. Myndina hafði gert frægur myndhöggvari, kona, sem elskaði Oscar eins og son sinn, og var hann mjög stoltur af myndinni, því að hún bar í senn svip stórmennsku og göfugmennsku. Og hann sver þess dýran eið að sigra Miinchen og gera Berlín scr undirgefna og ríkið allt. í öðrum hluta bókarinnar er Oscar í Berlín og fremur þar listir sínar og leikur hin dulmögnuðustu töfrabrögð. Hann græðir fé og verður frægur. Hin- ar tignustu konur keppast um hylli ltans. Og sjálfur Adolf Hitler sækist eflir vináttu hans og spyr hann ráða. í þriðja og síðasta hluta bókarinnar er draumur Oscars orðinn að veruleika. Hann liefir lagt Berlín að fótum sér. Og hann reisir töfrahöllina Shopien- burg og flytur þangað. Nú virðist ekk- ert á skorta, en þó er hann ekki á- nægður. Og þegar hann tekur frani bronsmyndina góðu og virðir fyrir sér, verður hann þess vísari, að aldrei hefir hann verið fjær því en einmitt nú að líkjast hinu göfugmannlega svipmóti myndarinnar. Og sá æðisgengni skolla- leikur Hitlerismans, sem Oscar hafði hrifizt af og leikið eitt áhrifamesta lilutverkið í, verður honum sjálfum hættulegur að lokttm. Þótt höfundur þessarar bókar lifi nú landflótta í annarri heimsálfu, útskúf- aður úr sínu föðurlandi, þá hefir hon- um tekizt meistaralega að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá hinum hrylli- legu atburðum, sem oft er helzt til ná- kvæmlega lýst í slíkum skáldsögum. Hér skynjar þó lesandinn allt engu að síður. En þetta eykur mjög fagurfræðilegt gildi bókarinnar. Og eigi síður hitt. hve frásögnin yfirleitt er hlutlaus. Vera má, að sumum finnist fyrstu 10 —15 síður bókarinnar heldur þunglama- legar að efninu til. En síðar verður slíks ekki vart. Og fer stígandinn í sög- unni æ vaxandi og nær hámarki í síð- asta kaflanum, sem er meistaraverk. Skáldsaga þessi lýsir á nýstárlegan hátt óslökkvandi þorsta manns eftir auði og metorðum, sem með takmarka- lausri eigingirni og hroka og fullkomnu tillitsleysi nær settu marki í lífinu, en uppgötvar þá hinn sorglega sannleik, að hamingjan er honum fjarlægari en nokkru sinni áður. Og inn í þennan þráð er haglega fléttað táknrænni lýs- ingu af því, hvernig loddarinn ruglar dómgreind fjöldans gjörsamlega, ein- ungis með því, að slá kænlega á veik- ustu strengi hans. — En í hræðilegri þögn dregst saman, ha’gt og hægt, hið ósýnilega, margslungna net þýzkra stjórnmálamanna, sem með kaldri yfir- borðsrósemi láta dómana falla, en lifa þó í sífelldum ótta um sín eigin af- drif. Og sjálfur Adolf Hitler er ekki ó- hultur né sjálfráður gerða sinna. Þýðingin er prýðilega af hendi leyst, og er mikill fengur í þessari bók. Heiðrekur Guðmundsson. Richard Halliburton: Sjö mílna skórnir. Þetta er alllöng ferðasaga í myndar- legri, myndskreyttri útgáfu. Jóhann Frímann hefur þýtt, en útgáfan Hlið- skjálf gefur bókina út. Höfundur bókarinnar er Ameríku-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.