Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 3

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 3
m HRUND OKT. 1967 6 EFNISYFIRLIT: Fyrir skömmu barst okkur bréf frá konu nokkurri utan Reykjavíkur, sem gerzt hafði áskrifandi að HRUND fljótlega eftir að blaðið hóf göngu sína. Lét hún í Ijós mikla ánægju með blaðið sjálft, en kvartaði sáran undan afgreiðslu þess. Hún kvaðst hafa fengið 1. tölublað með skilum, en svo varð bið á, að næstu blöð kæmu. Þegar hún hafði hvorki fengið annað né þriðja tölublað, kvartaði hún við skrifstofuna. Þar var brugðið við skjótt með þeim árangri, að nú fékk hún ekki aðeins eitt, heldur tvö tölublöð af hvoru og tvö blöð af næstu tveimur tölublöðum. Ofan á allt þetta bárust henni tvær innheimtur og henni fannst þá eðlilega nóg komið af svo góðu. Þetta er eitt af verstu dæmunum um mistók á afgreiðslu blaðsins og er mjög slæmt bæði fyrir lesendur og okkur, að slíkt skuli gerast. Okkur þykir það leitt, mistök eru alltaf hvimleið en við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þeim. Það er geysileg vinna fólgin í því að afla blaðinu áskrifenda, en ennþá meiri vinna að koma upp réttri og fullkominni spjaldskrá sem tryggir áskrifendum, að þeir fái blaðið á réttum tíma. Þetta starf var frá upphafi unnið með miklum hraða,og spjaldskráin fór um margar hendur, áður en henni yrði komið upp að fullu, með leiðréttum nöfnum og heimilisföngum. Af því stafa mistök, eins og það, sem að ofan greinir, en með góðri samvinnu við áskrifendur vonumst við til að geta komizt fyrir allar slíkar villur. Viljum við biðja þær konur, sem ekki hafa fengið blaðið með skilum eða fengið of mörg blöð, að hafa samband við okkur, svo að á þessu verði unnin bót. Að þessu sinni er blaðið 52 blaðsíður að stærð og næsta tölublað, jólablaðið verður 56 síður. Þá er í vændum fyrsta „sérblað" Hrundar, sem við nefnum „Matreiðsla og Borðskreyting". Það telzt 8. tölublað HRUNDAR og er til þess gert að koma til móts við óskir lesenda um fleiri mataruppskriftir, — óskir, sem hafa komið fram við skoðana — könnun á vilja lesenda og áhuga á efni í blaðið. í þessu fyrsta sérblaði verða hátt á annað hundrað uppskriftir ýmis konar, auk leiðbeininga um borðskreytingu og sjá sérmenntaðar konur um hvort tveggja. Taki lesendur þessu blaði vel munu fleiri fylgja á eftir um ýmis þau efni, sem lesendur hafa látið í Ijós áhuga á. Að lokum viljum við þakka mörg góð bréf frá lesendum, bæði þau sem flutt hafa lof og hin, sem lastað hafa. Þau eru sem betur fer færri en við viljum gjarna, að lesendur segi hreinskilnislega álit sitt á efni blaðsins og frágangi öllum. dkírsfr**? 6 Með íslenzkum konum í London. Viðtöl við Rósu Ingólfsdóttur, Elínborgu Ferrier og Huldu Whitmore. 10 María og Thelma. Ljósmyndir: Gunnar Larsen 12 Nýir mjnir í Þjóðminjasafni. Texti: Silja Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndir: Gísli Gestsson. 15 Handavinnuþáttur. Ólöf Karlsdóttir leið- beinir. 16 Smásaga og ljóð, Unnur Eiríksdóttir. 18 Farah Diba, þýð.: Silja Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndir: T.W.F.S. (frá Trans World Feature Syndicate, m. einkarétti á íslandi). 23 Stjörnuspá. 24 Það skiptir mestu, að konan sé ánægð. Umræðufundur um útivinnu kvenna. Ljós- myndir: Ingimundur Magnússon. 30 Leikbrúðurnar sjö, framhaldssaga eftir Paul Gallico, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir. Mynd- skreyting: Einar Hákonarson. 32 Kvöldverðarboð hjá Justitsráði og Justitiarii, Magnúsi Stephensen. 34 Herdís Egilsdóttir, kennari skrifar fyrir börnin. 37 Gengið í búðir. Texti: Edda Þórarinsdóttir. Ljósmyndir: Ingimundur Magnússon. 39 Frúarleikfimi. Bára Magnúsdóttir leiðbeinir. Ljósmyndir: Lars Björk. 40 Húsbúnaður. 42 Spáð í spil. 44 Móðureðlið. 46 Alan Bates, (frá U.P.I. með einkarétti á íslandi). FORSlÐUMYNDIN ólafur K. Magnússon, Ijós- myndari var á ferö um Austur- stræti einn rigningardaginn í haust, er hann mætti þessari tvítugu Reykjavikurstúlku, sem að þessu sinni skartar á for- síöu HRUNDAR. Hún heitir Dagný Erla Lárusdóttir og starf- ar nú hjá Morgunblaöinu, en hefur víöa flakkað frá þvi hún iauk gagnfræðaskólaprófi fyrir nokkrum árum, m.a. dvalizt I Englandi, Þýzkalandi og Dan- mörku viö nám og störf. 3

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.