Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 19

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 19
vorum boðin í íranska sendiráðið í París. Okkur var sagt að bíða í dag- stofunni á annarri hæð; við gengum upp breiðan hringstigann og inn í langt, fagurlega búið herbergið. Allt var stillt og hljótt nema þessi hópur æstra háskólanema, sem beið konungs síns. Svo kom konungurinn. Eg man hvernig hann leit út, hverju hann klæddist og hvað hann sagði. Hann talaði við mig, eins og hann talaði við okkur öll, og spurði mig, hvað ég læsi við háskólann. Þegar ég hafði svarað, sagði hann, að húsateikning væri afar óvenjuleg starfsgrein fyrir íranska konu. Hann hvatti mig til að leggja mig fram, eins og hann hvatti öll hin. Eg man glöggt daginn, nokkrum mánuðum síðar, þegar ég hitti kon- unginn i annað sinn. I það skipti tók hann eftir mér. Það var í húsi dóttur hans, Shahnaz prinsessu. Eg hafði hitt prinsessuna á skrifstofu manns hennar, Ardechir Zahedi, sem hafði umsjón með öllu varðandi íranska stúdenta erlendis. Eg fór til hans vegna skólastyrks, sem ég hafði sótt um. Eg var þá 21 árs og áköf að komast aftur til Parísar til að halda áfram námi. Allt líf mitt breyttist á því andartaki, er ég gekk inn á skrifstofu Arde- chirs. Lífi mínu var umturnað, þótt ég vissi það ekki þá. Þegar ég var að fara, kom prinsessan inn og við vorum kynntar. Hún bauð mér að drekka með sér te næsta dag. Við virtumst eiga mjög sam- eiginleg áhugamál, og ég hlakkaði til að heimsækja hana. Þau hjónin tóku vel á móti mér. Meðan við drukkum te var stórri, svartri bifreið ekið að húsinu og úr henni steig konungurinn. Eg hélt, að þetta væri af tilviljun. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að prinsessan sagði mér, að allt hefði verið með ráðum gert. Hún hafði álitið, að hann hefði gaman af að hitta mig, og það var hennar hugmynd að hann kom. I þetta sinn töluðum við saman í vin- semd og ræddum um allt milli himins og jarðar. Eg var boðin aftur daginn eftir, og enn kom konungurinn. Við töluð- um um nám mitt, áætlanir, vonir og allt, sem nöfnum tjáir að nefna, rétt eins og gamlir vinir. En á mig sótti áleitin spurning: Var konungur- inn hér til að hitta mig? Viku síðar fékk ég svar, en ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Við vorum enn á heimili Shahnaz prinsessu. Þau hjónin, konungur- inn og ég höfðum verið að rabba saman, en allt í einu tók ég eftir því, að við vorum tvö ein eftir, prinsessan og maður hennar voru horfin. Það var þá, sem konungurinn bað mín. Eins og allar konur man ég vel þennan dag, en ólíkt öðrum konum hafði ég elskað manninn minn, áður en við hittumst, vegna þess að hann var konungur minn. Eg þekkti líf keisarans, eins og reyndar allur heimurinn. Ég vissi um fyrri hjónabönd hans tvö, sem höfðu ekki gefið honum ríkisarfa. Að írönskum lögum má ekki krýna konung fyrr en arftaki krúnunnar er fæddur. Kona getur aldrei orðið þjóðhöfðingi í löndum múhammeðs- trúaðra manna. Eftir tuttugu ára hjónaband átti konungurinn enn ekki erfingja. Eina barn hans var Shahnaz prinsessa, af fyrsta hjónabandi hans með egypzku prinsessunni Fawzia, systur Farúks konungs. Konungurinn skildi við seinni konu sína, Soraya, átján mánuðum áður en við hittumst. Ríkiserfðirnar voru orðnar verulegt vandamál. Við ákváðum að kunngera ekki trúlofun okkar fyrr en ég hafði keypt brúðarskartið. Þannig slapp ég við allt umstang og fékk að verzla í friði. Eg keypti brúðarkjólinn í París. Það var einkennileg tilfinning að koma aftur til borgarinnar, sem ég hafði yfirgefið stúdent, nú í þann veginn að verða drottning. Eins og allar ungar stúlkur, sem ætla að fara að gifta sig, var ég ringl- uð og ráðvillt. Konungurinn hafði reynt að segja mér frá framtíð minni, og ég hafði reynt að skilja. Eg vissi, að hann þráði konu, sem tæki þátt í lífi hans og starfi, og þannig vonaði ég, að það yrði. Ég álít enn, að mikilvægasta hlutverk konunnar sé að vera eiginkona og móðir og ala upp heilbrigð og ánægð börn, en það er ekki nóg. Það er siðferðileg skylda konunnar að vinna, þótt hún þarfnist ekki pening- anna. Hún á það hjá sjálfri sér að þroska sína eigin hæfileika sem ein- staklingur. Um þetta töluðum við, áður en við giftum okkur. Á þessum grunni byggðum við líf okkar. En brúðkaupsdagurinn var hreint ævintýri. Öll viðhöfnin og skrautið þann dag, 21. desember, 1960, var eins og 19

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.