Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 47

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 47
Litla húsið hans er illa búið húsgögnum. Fyrir rúmu ári brutust þjófar þangað inn og tóku með sér allt lauslegt . . . og hann varð guðsfeginn. „Þetta voru mest- megnis gjafir frá fólki, ekki hlutir, sem ég hafði valið sjálfur. Til dæmis átti ég þrjú eða fjögur armbandsúr, sem hinir og þessir höfðu gefið mér. Þau hurfu, og mér leið prýðilega. Eg hef ekki keypt mér úr síðan. Satt að segja á ég ekki úr.“ Hann notar símann til að fylgjast með tímanum. Aðspurður um húsgögnin sín, svarar hann og glottir: „Látum okkur sjá. Þegar ég flutd, voru öll nauðsynleg húsgögn fyrir í eld- húsinu, borð, stólar, eldavél og ísskápur. Ég keypti mér borð, tvo bekki, tvo stóla og rúm, fékk mér síma, útvarp og plötuspilara. Annað á ég ekki . . Húsið er þrjú herbergi: eldhús og borðstofa niðri og svefnherbergi uppi. Þar býr þessi ungi maður aleinn. ,,Eg þarfnast einskis frekar. Eignir gefa manni ábyrgð. Eg er of niðursokkinn í starfið til að hugsa um nokkuð annað. Eg hef verið óskaplega sjálfselskur, sem er slæmt.“ Eitt alvarlegt ástarævintýri hefur hann þó átt. Stulkan bjó hjá honum í tvö ár. „Það var óþægilegt,“ segir hann, „en aðstæður voru óviðráðanlegar.“ Það lá nærri að hann kvæntist stúlkunni, en hann gerði það ekki. Skilnaðurinn var sár en óhjákvæmilegur. „Þetta var skolli erfitt,“ segir hann afsakandi. „Mér fannst ég vera heigull, sem ég er ekki í rauninni. Hvað sem öðru líður, er ekkert þannig núna . . .“ Ævintýri án skilmála eru annað mál. Þau geta verið góð afþreying eftir erfiði dagsins. Ein var bandarísk. Honum fannst hún sérkennileg, ýtin og köld miðað við þær ensku. Sambandið stóð í tvo mánuði. Engar bandarískar síðan .. Hann hafði úr nógu að velja, og konur spilltu honum. Þó kemur ósjaldan fyrir, að stúlka segi honum að hverfa burt úr lífi sínu. Hann er því þakklátur, það réttir sjónar- hornið. „Eg býst við, að ég ætti að kvænast,“ segir hann íhugandi. „Því að annað hvort kvænist maður sautján ára eða þrítugur. Ekki þar á milli.“ „Eg var fullra tíu vetra, þegar ég varð ástfanginn í fyrsta sinn - ekki veit ég hvað sálfræðingar Alan með Lynn Redgrave í „Georgy girl“. segðu um það. En ástin getur gripið barn eins mjög og fullorð- inn. Þetta stóð yfir í tvö ár. Sú næsta var bekkjarsystir mín í Rada-leik- skólanum. Það stóð í ár. Ég held, að það hafi fremur hjálpað mér en tafið fyrir mér. Svo fórum við sitt í hvort áhugaleikhúsið og þá skildu leiðir.“ Síðan hefur hann oft orðið ást- fanginn, oftast af mótleikkonu sinni. M.a. varð hann alvarlega ástfanginn af June Ritchie, sem lék á móti honum í „A kind of loving.“ „Hún var fyrsta mótleikkona mín á tjaldinu. Ég varð yfir mig ástfanginn. Hitt er annað mál, að ég hef ekki orðið ástfanginn af öllum stúlkum, sem hafa leikið á móti mér. Það myndast gagnkvæm- ar tilfinningar, sem eiga fátt skylt með ást. En sambandið verður oft náið, óhjákvæmilega. Heimurinn verður svo þröngur.“ Hann er sannur leikari. Lifir fyrir Alan, næstur myndavélinni, talar við Julie Christie, sem snýr að vélinni. Yzt til vinstri er John Schlesinger, sem uppgötvaði bæði, en hefur aldrei áður látið þau leika saman í mynd. Alan Bates og Julie Christie í myndinni „Far from the madding crowd“. leikhúsið, elskar það og mótleik- konur sínar, lifir og hrærist í þessum draumaheimi sínum. „Skemmtilegustu dögum ævi minnar eyddi ég í áhugaleikhúsinu. Þar var ég leikari, leikstjóri og yfirleitt allt annað, sem til féll. Engar tómstundir. Sífelld vinna. Við ferðuðumst um í stórum lang- ferðabíl með leiktjöldin og allt dótið. Það var stórkostlegt . . .“ Alan Bates fæddist í Derbyskíri, í þorpinu Allestree. Honum þykir mjög vænt um heimabyggð sína. „Landslagið er eitt það fegursta, sem ég þekki. Þorpið stendur við rætur fjalls, þar sem fullt er af hellum til að leika sér í.“ Hann var elztur þriggja sona sellóleikara staðarins. Foreldrar hans búa enn í gamla húsinu í Allestree, þar sem Alan ólst upp. Ég man vel eftir barnaskólanum. 47

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.