Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 15

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 15
Handavinnuþáttur Olöf Karlsdóttir leidbeinir Þrátt fyrir yfirhlaðna búðarglugga af tilbúnum leikföngum, hafa börnin alltaf gaman af þeim heimatilbúnu. Við munum á neestunni birta fleiri uppskriftir að barnaleikfóngum, en hér á eftir fer uppskrift af RA.SMUS1 KLUNNA, sem er skemmtilegur lítill bangsi handa litlu börnunum. Notaðir eru prjónar nr. 2 eða 21 /2. Garn: Gulbrúmt í feldinn, rautt og hvítt í buxurnar og bleikt í andlitið. Prjónið með garðaprjóni. Búkur: Byrjið á pví að fitja upp 15 lykkjur fyrir óðrum fœtinum, með gulu garni, prjónið 8 prjótia. Fellið af 8 lykkjur, prjónið 6 prjóna (fótur). Breytið nú til og prjónið með rauða garni og aukið út eina lykkju í byrjun hvers prjóns, par til 20 lykkjur eru á prjónimtm. Prjónið pví ncest 10 prjóna, takið úr eina lykkju í byrjut)! hvers prjóns, par til 16 eru eftir. Prjónið nú 12 prjóna með gulu garni, takið úr eina lykkju í byrjun hvers prjóns, par til 10 eru eftir. Fellið af. Prjónið annað stykki á sama hátt. Kviður: Fitjið upp 15 lykkjur með gulu garni, prjónið fótinn eins og áður (að innanverðu). Skiptið yfir í rautt garn og aukið út, eins og áður, par til lykkjurnar eru 16. Takið úr eina lykkju í byrjun hvers prjóns, pangað til 7 lykkjur eru eftir. Breytið nú til og prjónið með gula garninu 6 prjóna, fitjið upp 8 lykkjur og prjónið 8 prjóna. Fellið af. Höfuðið: Það er prjónað í tvennu lagi, andlit og hnakki, sem nœr fram á ennið, og er prjótiað eitis og lítil húfa. Andlit: Fitjið upp 15 lykkjur með bleiku, prjónið 18 prjóna, fellið 5 lykkjur af, prjónið 20 prjóna. Fitjið aftur upp 5 lykkjur, prjótiið 18 prjóna. Fellið af. Hnakki: Fitjið upp 10 lykkjur með gulu garni, prjónið 24 prjótia. Aukið út eina lykkju í byrjun atmars hvers prjótis, par til 14 lykkjur eru á prjóninum. Takið pví neest úr á óðrum hverjum prjóni, par til 10 lykkjur eru eftir, og prjónið 24 prjóna. Fellið af. Eyru: Fitjið upp 8 lykkjur, prjónið 4 prjótta, takið eina lykkju úr í byrjun hvers prjótts, par til 4 lykkjur ertt eftir. Fellið af. Prjónið tvó gul og tvö bleik eyrtt, pau síðarnefndu snúa fram. Handleggir: Fitjið upp 12 lykkjur með gulu gartti, prjónið 20 prjóna, skiptið núyfir í bleikt, prjónið 6 prjóna. Fellið af. Rófa: Fitjið upp 10 lykkjur, prjónið 12 prjóna. Fellið af. Frágangur: Búkurinn er nú saumaður saman og troðinn út í gegnum hálsmálið. Vömbin á að vera stór og ávöl. Höfuðið er sett saman, eins og sjá má á teikningunni. Kinnarttar eru pétt úttroðnar. Doppurnar á buxunum eru saumaðar í á eftir með hvítu garni. Eittnig eru saumuð augu, nef og munnur með svórtu garni. 2. STK j iNkiAVJEZr RÓPA p-1 —f E5/RA Q) fy/ lAEtRJ —1 UTS4UMAÞ l-WAKKt ENNl ~Ní TjULT <P\n. UANDL. GtOLT 15

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.